Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Eftirtaldir fulltrúar frá umhverfis- og mannvirkjaráði mættu á fund bæjarráðs: Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar umhverfis- og mannvirkjasviðs, Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda umhverfis- og mannvirkjasviðs og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfis- og mannvirkjasviði.
Eftirtaldir fulltrúar frá velferðaráði mættu á fund bæjarráðs: Erla Björg Gunnarsdóttir formaður, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs.
Eftirtaldir fulltrúar frá frístundaráði mættu á fund bæjarráðs: Silja Dögg Baldursdóttir formaður og Kristinn Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs fund bæjarráðs.