Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021 - fjárhagsáætlunarferli

Málsnúmer 2017040095

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3552. fundur - 19.04.2017

Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlunarferli vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2018-2021.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3553. fundur - 27.04.2017

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlanaferli vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2018-2021.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um fjárhagsáætlanaferlið.

Bæjarráð - 3553. fundur - 27.04.2017

Lögð fram drög að tekjuáætlun fyrir árið 2018 vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um tekjuáætlun.

Bæjarráð - 3554. fundur - 04.05.2017

Lögð fram drög að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna áfram að málinu.

Velferðarráð - 1252. fundur - 10.05.2017

Fjárhagsáætlunarferli 2017 (fyrir árið 2018) lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 3555. fundur - 11.05.2017

Lögð fram tillaga að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Frístundaráð - 8. fundur - 19.05.2017

Lagður fram til kynningar tímarammi vegna fjárhagsáætlunargerðar 2018-2021.

Bæjarráð - 3557. fundur - 01.06.2017

Lagðar fram forsendur vegna fjárhagsáætlunar 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar forsendur.

Bæjarráð - 3558. fundur - 22.06.2017

Lögð fram til kynningar drög að starfsáætlunum fjölskyldusviðs, skipulagssviðs og Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3559. fundur - 29.06.2017

Lögð fram til kynningar drög að starfsáætlunum fjársýslusviðs, búsetusviðs og fjölskyldusviðs.

Bæjarráð - 3561. fundur - 13.07.2017

Lögð fram til kynningar drög að starfsáætlunum stjórnar Akureyrarstofu og frístundaráðs.

Bæjarráð - 3568. fundur - 21.09.2017

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 12. september 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3570. fundur - 12.10.2017

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3571. fundur - 19.10.2017

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3572. fundur - 24.10.2017

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Eftirtaldir fulltrúar frá umhverfis- og mannvirkjaráði mættu á fund bæjarráðs: Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar umhverfis- og mannvirkjasviðs, Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda umhverfis- og mannvirkjasviðs og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfis- og mannvirkjasviði.

Eftirtaldir fulltrúar frá velferðaráði mættu á fund bæjarráðs: Erla Björg Gunnarsdóttir formaður, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs.

Eftirtaldir fulltrúar frá frístundaráði mættu á fund bæjarráðs: Silja Dögg Baldursdóttir formaður og Kristinn Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3573. fundur - 26.10.2017

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Eftirtaldir fulltrúar frá fræðsluráði/fræðslusviði mættu á fund bæjarráðs: Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður, Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs og Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrar fræðslusviðs.

Eftirtaldir fulltrúar frá stjórn Akureyrarstofu/samfélagssviði mættu á fund bæjarráðs: Unnar Jónsson formaður og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3574. fundur - 02.11.2017

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið bæjarfulltrúinn Eva Hrund Einarsdóttir D-lista.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 09:50.

Bæjarstjórn - 3422. fundur - 07.11.2017

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 2. nóvember 2017:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið bæjarfulltrúinn Eva Hrund Einarsdóttir D-lista.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3575. fundur - 09.11.2017

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3576. fundur - 16.11.2017

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3577. fundur - 23.11.2017

Lögð var fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgeiðslu frestað til næsta fundar.

Bæjarráð - 3577. fundur - 23.11.2017

Unnið var að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3578. fundur - 30.11.2017

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á síðast fundi sínum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3578. fundur - 30.11.2017

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 10:24.

Bæjarstjórn - 3424. fundur - 05.12.2017

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 30. nóvember 2017:

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á síðast fundi sínum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar. Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.
Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Baldvin Valdemarsson D-lista, Edward Hákon Huijbens V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu að breytingum á tillögu að gjaldskrá Akureyrarbæjar fyrir árið 2018:


Að gjaldskrá skólavistunar/frístundar í grunnskólum verði óbreytt milli ára.


Að gjald fyrir 12 mánaða kort 6-17 ára í sundlaugar Akureyrarbæjar verði óbreytt á milli ára.


Að lyftumiðar í Hólabraut fyrir börn 6-17 ára lækki úr 950 kr. í 550 kr. í áður samþykktri gjaldskrá Hlíðarfjalls.


Tillagan var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista, Baldvins Valdemarssonar D-lista, Edwards Hákonar Huijbens V-lista og Prebens Jóns Péturssonar Æ-lista.


Bæjarstjórn samþykkir framlagðar gjaldskrár með 6 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Baldvin Valdemarsson D-lista, Edward Hákon Huijbens V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3579. fundur - 07.12.2017

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2018-2021 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að þar með hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 08:50.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista vék af fundi kl. 10:16.

Bæjarstjórn - 3425. fundur - 12.12.2017

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 7. desember 2017:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2018-2021 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að þar með hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:


Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti

Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2018

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2019

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2020

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2021

Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2018-2021


A-hluta stofnanir:

Aðalsjóður

Eignasjóður gatna o.fl.

Fasteignir Akureyrarbæjar

Framkvæmdamiðstöð


B-hluta stofnanir:

Bifreiðastæðasjóður Akureyrar

Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar

Félagslegar íbúðir

Framkvæmdasjóður Akureyrar

Gjafasjóður ÖA

Hafnasamlag Norðurlands

Norðurorka hf

Strætisvagnar Akureyrar

Öldrunarheimili Akureyrar


Aðalsjóður:

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð -230.215 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 13.201.464 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Baldvin Valdemarsson D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.


A-hluta stofnanir:


I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 31.840 þús. kr.


II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 488.600 þús. kr.


III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða -4.307 þús. kr.


Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Baldvin Valdemarsson D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.


Samstæðureikningur:


Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 285.918 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 28.847.287 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Baldvin Valdemarsson D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.



B-hluta stofnanir:


Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:


I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -6.257 þús. kr.


II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 450 þús. kr.


III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða 14.105 þús. kr.


IV. Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -4.413 þús. kr.


V. Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða -8.574 þús. kr.


VI. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 198.500 þús. kr.


VII. Norðurorka hf, rekstrarniðurstaða 492.809 þús. kr.


VIII. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 0 kr.


IX. Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða 0 kr.


Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 7 samhljóða atkvæðum.

Baldvin Valdemarsson D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.



Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:


Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti með rekstarniðurstöðu að fjárhæð 877.374 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 45.921.870 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Baldvin Valdemarsson D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.



Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2018:


Aðalsjóður 1.015.500 þús. kr.

A-hluti 1.692.500 þús. kr.

B-hluti 2.625.900 þús. kr.

Samantekinn A- og B-hluti 4.318.400 þús. kr.


Framkvæmdayfirlitið var borið upp og samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

Baldvin Valdemarsson D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Edward Hákon Huijbens V-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.



Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2018 lagðar fram:


a) Starfsáætlanir

Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.


a) liður samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Baldvin Valdemarsson D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.



b) Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.


b) liður samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.

Baldvin Valdemarsson D-lista og Gunnar Gíslason D-lista sátu hjá við afgreiðslu.



c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2018. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna. Allar slíkar breytingar þarf að leggja fyrir viðkomandi nefnd og bæjarráð.


c) liður samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.



Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.


Forseti lýsti því yfir að 3. liður dagskrárinnar ásamt 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 7. desember 2017 séu þar með afgreiddir.



Bókun bæjarfulltrúa D-lista:


Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn getum ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Akureyrar árin 2018-2021. Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í vinnubrögðum við fjárhagsáætlunina má enn bæta úr.


Það er jákvætt að samráð við minnihlutann hefur aukist en mætti vera meira ef ætlunin er að ná samstöðu um áætlunina. Það sem er jákvætt og má nefna hér til viðbótar er: að A-hlutinn er rekinn með afgangi á næsta ári og næstu ár, lækkun á álagningarprósentu fasteignaskatts enda hækkar fasteignamat húsnæðis á Akureyri mikið á milli ára, útgáfa greinargerðar sem er á margan hátt upplýsandi, upplýsandi starfsáætlanir, hækkun á frístundastyrk, efling skipulagssviðs, hækkun á framlögum til menningarmála til móts við hækkun á framlagi ríkisins, fyrirhugað bílastæðahús, bygging Samgöngumiðstöðvar 2019 þegar staðsetning liggur ljós fyrir, framkvæmdir í miðbæ, uppbygging þjónustuíbúða fyrir fatlaða, framlög til bygginga á ódýrara húsnæði fyrir efnaminni íbúa og húsnæði fyrir einstaklinga sem eiga í engin hús að venda. Allt eru þetta í sjálfu sér brýn verkefni í ljósi aðstæðna. Það er einnig rétt að það komi fram að stjórnendur og starfsmenn MAk eiga hrós skilið fyrir ábyrgan rekstur þótt þeim hafi verið sniðinn afar þröngur stakkur s.l. ár. Það er því ánægjuefni ef framlög til menningarmála hækka eins og áætlanir gera ráð fyrir, en það ræðst einnig af framlögum í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.


Fjárhagsáætlunarferlið hefur að sumu leyti verið skýrara en áður en við gerum alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð við þriggja ára áætlunina fyrir árin 2019-2021. Það getur ekki talist ásættanlegt að fagráðin skuli ekki taka þær áætlanir fyrir áður en bæjarráð gengur frá fjárhagsáætluninni til bæjarstjórnar hverju sinni.


Það er margt gagnrýnivert í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2018-2021. Hvað framkvæmdir varðar birtist það með ljósum hætti í fyrirliggjandi áætlun að tillögur meirihlutans um fjárveitingar til einstakra verkefna undanfarin ár hafa ekki gengið eftir og hafa ábendingar okkar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hins vegar gengið eftir og jafnvel ríflega ef eitthvað er. Má þar nefna að kostnaður við Listasafnið stefnir í 700 milljónir með búnaði en ekki 400 - 500 milljónir, kostnaður við framkvæmdir í Sundlaug Akureyrar stefnir í yfir 400 milljónir en við töldum rétt á sínum tíma að miða við þá áætlun sem lá fyrir eða 385 milljónir en ekki 285 eins og samþykkt var, framkvæmdir við lóð Naustaskóla verða ekki undir 100 milljónum eins og við bentum alltaf á en ekki 60 milljónir eins og áætlað var. Það vekur einnig athygli að í þessari áætlun er ekki gert ráð fyrir að ljúka framkvæmdum á lóðinni og í raun ekki gert ráð fyrir því næstu fjögur árin.


Þegar horft er til reksturs bæjarsjóðs er ljóst að tekjur aukast verulega milli ára. Þá eykst freistingin til að auka kostnað einnig. Það liggur fyrir að það þarf að bæta í á ýmsum sviðum en það þarf að gera það af varkárni og það þarf alltaf að liggja skýrt fyrir hver tilgangur fjölgunar starfa eða nýrra starfa á að vera og hvaða ávinningi þau eiga að skila fyrir samfélagið. Nú stefnir í töluverða fjölgun starfa hjá Akureyrarbæ en í þessari áætlun er gert ráð fyrir 27 nýjum stöðugildum í A-hlutanum frá upphaflegri áætlun fyrir árið 2017. Um 12 þessara stöðugilda eru nú þegar komin inn á árinu 2017. Sum þessara starfa eru sögð vera tímabundin en önnur komin til að vera vegna aukningar í þjónustu t.d. í félagsþjónustu og í skólum. Sú aukning eða tilgangur og ávinningur mætti í mörgum tilvikum vera skýrari. Við gagnrýnum einnig að ekki skuli hafa verið horft til þess að stytta sumarlokun leikskóla í tvær vikur, hætt við fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá frístundar í grunnskólum, sundlaugarkortum fyrir börn 6 - 17 ára og að gjaldskrá fyrir börn í Hólbraut Hlíðarfjalls skyldi ekki lækkuð.


Í þessari áætlun birtist ákveðið stefnuleysi meirihlutans og er ekki að sjá að horft sé til framtíðar með skipulögðum hætti. Engin 10 ára sýn er til staðar en við höfum ítrekað mikilvægi þess að gera 10 ára áætlun á hverju ári síðan við tókum sæti í bæjarstjórn. Ekki kemur fram að það standi til að lækka viðmiðunaraldurinn í leikskólana með formlegum hætti þó það standi til að taka börn inn í leikskóla næsta haust frá 16 mánaða aldri. Það skapar hættu á svipuðu glundroðaástandi í leikskólamálum á næstu árum eins og ríkti s.l. haust. Þá er lagt til í áætluninni að nútímavæða skóla Akureyrar eins og það er orðað og ætlaðar til þess verks 20 milljónir á ári næstu 3 árin, sem er í sjálfu sér mjög jákvætt. Hvergi er þó hægt að sjá hvað stendur til að gera, engin sýn og engin stefnumótun. Slík vinnubrögð eru ekki til eftirbreytni.


Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum á undanförnum árum kallað eftir betri upplýsingum og greiningum við þessa vinnu svo byggja megi ákvarðanir á gögnum. Nú eru lagðar fram starfsáætlanir ráða og sviða þar sem koma fram markmið, magntölur og upplýsingar um þjónustu. Þá er lögð fram heildstæð greinargerð með áætluninni sem gerir alla umræðu um áætlunina markvissari og málefnalegri. Þessu ber að fagna en áfram verður að þróa þessi gögn og tæki sem upplýsingagrunn fyrir bæjarfulltrúa og íbúa Akureyrar. Við lýsum fullum vilja okkar til að koma að þeirri vinnu nú sem fyrr.

Bæjarráð - 3588. fundur - 22.02.2018

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 1 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3430. fundur - 06.03.2018

6. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. febrúar 2018:

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 1 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 1 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3592. fundur - 22.03.2018

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 2 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3432. fundur - 10.04.2018

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 5. apríl 2018:

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 22. mars 2018:

Mál tekið fyrir að nýju. Var áður á dagskrá fundar þann 15. mars sl.

Samningur við N4 vegna kynningarefnis lagður fram til samþykktar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Jafnframt er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna hans.

Bæjarráð staðfestir samninginn og samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3432. fundur - 10.04.2018

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. mars 2018:

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 2 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3595. fundur - 18.04.2018

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun ársins 2018 og jafnréttismat vegna viðaukans.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3433. fundur - 24.04.2018

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 18. apríl 2018:

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun ársins 2018 og jafnréttismat vegna viðaukans.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3597. fundur - 03.05.2018

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 6 að upphæð 15,5 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3434. fundur - 08.05.2018

7. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 3. maí 2018:

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 6 að upphæð 15,5 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3598. fundur - 17.05.2018

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 7 að upphæð 107,5 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3435. fundur - 22.05.2018

8. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 17. maí 2018:

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 7 að upphæð 107,5 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3606. fundur - 23.08.2018

Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 7. ágúst 2018:

Lögð fyrir tillaga að gjaldskrá fyrir Listasafnið á Akureyri og drög að reglum um útleigu á sjálfstætt reknum vinnustofum og sýningarrými í húsnæði safnsins. Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði. Einnig samþykkir stjórnin viðmiðunarreglur um útleigu á sjálfstætt reknum vinnustofum og sýningarrými í húsnæði Listasafnsins.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá Listasafnsins á Akureyri.

Bæjarráð - 3606. fundur - 23.08.2018

Lagður fram viðauki 9 vegna breytinga á kjarasamningum kennara í grunnskólum og kennara og stjórnenda í leik- og tónlistarskólum og breytinga á samningum félaga háskólamanna vegna starfsmats.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 186,6 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3607. fundur - 30.08.2018

Lagður fram viðauki 10. Viðaukinn er í fjórum liðum:

a) Vegna endurnýjunar þjónustusamnings við Minjasafnið á Akureyri, samtals kr. 8.929.000 sem skiptist í i) kr. 7.500.000 vegna eingreiðslu og ii)kr. 1.491.000 vegna hækkunar á samningsbundnu framlagi. Framlag til Minjasafnsins var hækkað um kr. 371.000 í viðauka 9 (samþ. í bæjarráði 23. ágúst) og er samtals hækkun í þessum tveimur viðaukum kr. 9.300.000.

b) Vegna fjárstuðnings við Iðnaðarsafnið kr. 2.000.000.

c) Vegna aukinna framlaga til Eyþings sem koma til vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga kr. 4.435.000.

d) Vegna viðbótarfjárveitingar til næturvaktar á áfangaheimili fyrir geðfatlaða kr. 17.000.000.

Útgjaldaaukning aðalsjóðs vegna viðaukans er kr. 32.364.000 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3439. fundur - 04.09.2018

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 23. ágúst 2018:

Lagður fram viðauki 9 vegna breytinga á kjarasamningum kennara í grunnskólum og kennara og stjórnenda í leik- og tónlistarskólum og breytinga á samningum félaga háskólamanna vegna starfsmats.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 186,6 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti innihald viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3439. fundur - 04.09.2018

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. ágúst 2018:

Lagður fram viðauki 10. Viðaukinn er í fjórum liðum:

a) Vegna endurnýjunar þjónustusamnings við Minjasafnið á Akureyri, samtals kr. 8.929.000 sem skiptist í i) kr. 7.500.000 vegna eingreiðslu og ii) kr. 1.491.000 vegna hækkunar á samningsbundnu framlagi. Framlag til Minjasafnsins var hækkað um kr. 371.000 í viðauka 9 (samþ. í bæjarráði 23. ágúst) og er samtals hækkun í þessum tveimur viðaukum kr. 9.300.000.

b) Vegna fjárstuðnings við Iðnaðarsafnið kr. 2.000.000.

c) Vegna aukinna framlaga til Eyþings sem koma til vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga kr. 4.435.000.

d) Vegna viðbótarfjárveitingar til næturvaktar á áfangaheimili fyrir geðfatlaða kr. 17.000.000.

Útgjaldaaukning aðalsjóðs vegna viðaukans er kr. 32.364.000 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti innihald viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3608. fundur - 13.09.2018

Lagður fram viðauki 11.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 5,2 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3440. fundur - 18.09.2018

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. september 2018:

Lagður fram viðauki 11.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 5,2 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.


Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti helstu atriði viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3609. fundur - 26.09.2018

Lagður fram viðauki 12.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Hilda Jana Gísladóttir mætti til fundar kl. 08:55.
Ásthildur Sturludóttir mætti aftur til fundar kl. 09:00.

Bæjarstjórn - 3441. fundur - 02.10.2018

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. september 2018:

Lagður fram viðauki 12.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti innihald viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3611. fundur - 18.10.2018

Lagður fram viðauki 13.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3443. fundur - 06.11.2018

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 18. október 2018:

Lagður fram viðauki 13.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3616. fundur - 08.11.2018

Lagður fram viðauki 14.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 19.031.000 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3444. fundur - 20.11.2018

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. nóvember 2018:

Lagður fram viðauki 14.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 19.031.000 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti innihald viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3618. fundur - 22.11.2018

Lagður fram viðauki 15.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3619. fundur - 29.11.2018

Lagður fram viðauki 15. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 22. nóvember sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 41.997.000 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3445. fundur - 04.12.2018

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 29. nóvember 2018:

Lagður fram viðauki 15. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 22. nóvember sl. og var afgreiðslu þá frestað. Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 41.997.000 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti innihald viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3620. fundur - 06.12.2018

Lagður fram viðauki 16.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 31.818.000 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3446. fundur - 11.12.2018

Liður 8 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:

Lagður fram viðauki 16.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 31.818.000 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti innihald viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3622. fundur - 20.12.2018

Lagður fram viðauki 17.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 50 milljónir og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 20. desember 2018:

Lagður fram viðauki 17.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 50 milljónir og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.