Að ala upp barn er eitt mikilvægasta og mest krefjandi verkefni sem foreldrar takast á við í lífinu. Uppeldisfærni er hins vegar hvorki meðfædd né kemur sjálfkrafa, heldur tekur tíma að tileinka sér nauðsynlega þekkingu, kunnáttu og hæfni.
Sumir foreldrar þurfa stuðning við uppeldishlutverkið, ýmist vegna fötlunar barns, félagslegra erfiðleika barns, umhverfisþátta eða aðstæðna foreldranna sjálfra.
- Askjan er þjónusta sem veitt er inn á heimili barnafjölskyldna í þeim tilgangi að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu og umönnun barna sinna. Samhliða uppeldisráðgjöf er einnig boðið upp á fræðslu og ráðgjöf er varðar heimilishald.
- Markmið Öskjunnar er að hjálpa fjölskyldum að uppgötva sín eigin bjargráð og veita stuðning svo auka megi foreldrahæfni sem stuðlar að betri líðan og samskiptum innan fjölskyldunnar.
- Askjan er inngrip í afmarkaðan tíma og veitir markvissa aðstoð til barnafjölskyldna inn á heimili þeirra í formi ýmissar fræðslu og ráðgjafar er varðar uppeldi og heimilishald. Börnin geta verið á ýmsum aldri og uppeldisverkefnin því breytileg.
Sjá einnig bækling um Öskjuna
Fjölskyldum sem telja sig geta nýtt þjónustuna er vísað í Öskjuna af starfsmanni félagsþjónustu, skólaþjónustu eða barnaverndar. Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.
Gyða Björk Aradóttir, ráðgjafi
Beinn sími / Direct: (354) 460-1471, gydabjork@akureyri.is
Elinborg Sigríður Freysdóttir, ráðgjafi
Beinn sími / Direct: (354) 460-1472, esf@akureyri.is
Rut Viktorsdóttir, ráðgjafi
Beinn sími / Direct: (354) 460-1472, rut.viktorsdottir@akureyri.is
Kristín Fanney Reimarsdóttir, ráðgjafi
Beinn sími / Direct: (354) 460-1471, kristin.fanney.reimarsdottir@akureyri.is