Bæjarstjórn

3445. fundur 04. desember 2018 kl. 16:00 - 19:06 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka út 6. lið í auglýstri dagskrá, Göngu- og hjólastígur milli Lónsbakkahverfis og Akureyrar. Jafnframt að taka inn mál sem ekki var í auglýstri dagskrá, Bæjarstjórn - áætlun um fundi, sem verði 10. fundarliður. Var það samþykkt samhljóða.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022 - framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Umræða um drög að framkvæmdaáætlun bæjarins 2019-2022.

Andri Teitsson tók til máls og fór yfir helstu þætti áætlunarinnar.

Í umræðum tóku til máls Ingibjörg Ólöf Isaksen, Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Andri Teitsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen (í annað sinn), Gunnar Gíslason (í annað sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson, Halla Björk Reynisdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir, Þórhallur Jónsson (í annað sinn), Hlynur Jóhannsson, Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn), Hlynur Jóhannsson (í annað sinn) og Andri Teitsson (í annað sinn).
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að framkvæmdaáætlunin verði endurskoðuð með tilliti til þess að sumarið 2022 verði komin í notkun a.m.k. 120 ný framtíðarrými í leikskólum til viðbótar þeim rýmum sem bætast við þegar nýr leikskóli rís við Glerárskóla. Þá verði hægt að taka inn í leikskóla öll eins árs gömul börn. Það er afar brýnt að leysa þetta verkefni vel af hendi ef á að fjölga barnafólki í bænum, ungu fólki sem er undirstaða þróunar samfélagsins. Við teljum að þetta eigi að vera forgangsmál. Þá leggjum við einnig til að inn í áætlunina verði tekin að nýju bygging bílastæðahúss í miðbænum í þeirri von að fyrr en seinna verði hafist handa við uppbyggingu þar.

Andri Teitsson L-lista, Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar setur fræðslumál í forgang og ætlar með metnaðarfullum hætti að koma til móts við þarfir barnafjölskyldna. Uppbygging leikskóla við Glerárskóla og Lundarsel á kjörtímabilinu, auk aðgerða til að fjölga dagforeldrum og niðurgreiða kostnað við vistun barna hjá dagforeldrum eru sett á oddinn í fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 29. nóvember 2018:

Lagður fram viðauki 15. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 22. nóvember sl. og var afgreiðslu þá frestað. Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 41.997.000 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti innihald viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Njarðarnes 12 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018080077Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. nóvember 2018:

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Njarðarness 12 sem felst í að lóðin stækkar um 208 fm, nýtingarhlutfall eykst úr 0,50 í 0,55 og gert er ráð fyrir einhalla þaki og að vegghæð verði mest 12,5 m í stað 9,0 m. Hámarks mænishæð var 12,5 m. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 18. október 2018 með fresti til að gera athugasemdir til 15. nóvember. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Geirþrúðarhagi 6 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018070250Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. nóvember 2018:

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Geirþrúðarhaga 6 sem felst í að nýtingarhlutfall fer úr 0,420 í 0,560 auk þess sem húsin verða tvö á lóðinni. Tillagan var kynnt með bréfi dagsettu 19. október 2018 með fresti til 16. nóvember til að gera athugasemdir. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Eyjafjarðarbraut, flugvöllur - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018070371Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. nóvember 2018:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar sem felst í að girðing við suðurenda flugbrautar er framlengd til austur út að Eyjafjarðará sem felur í sér að lega reiðleiðar/gönguleiðar er sveigð til austurs yfir Eyjarfjarðará til samræmis við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.

Tillagan var auglýst frá 15. ágúst til 26. september 2018. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Norðurorku, Óshólmanefnd, sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar, Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun. Lögð er fram tillaga að umsögn um efnisatriði umsagna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að svör við umsögnum og deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að skipulagssviði verði falið að annast gildistöku hennar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Tryggvabraut 24 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2018090103Vakta málsnúmer

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. nóvember 2018:

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu umsókn Ingólfs Freys Guðmundssonar dagsett 7. september 2018, f.h. Efniviðs ehf., kt. 680704-2950, þar sem sótt er um breytta notkun 2. og 3. hæðar húss nr. 24 við Tryggvabraut úr verslun og þjónustu í orlofsíbúðir. Tillagan var kynnt með bréfi dagsettu 22. október 2018 og gefinn frestur til 19. nóvember 2018 til að koma með athugasemdir. Ein athugasemd barst, frá Endurvinnslunni dagsett 26. október 2018.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að heimilt verði að breyta 2. og 3. hæð Tryggvabrautar 24 í orlofsíbúðir. Ábendingu sem fram kom í innkominni athugasemd verður komið til umsækjanda.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Verkefni sveitarfélaga - lögskyld, lögheimil og valkvæð

Málsnúmer 2018110336Vakta málsnúmer

Umræða um verkefni sveitarfélaga.

Sveitarfélög sinna ýmsum verkefnum sem þeim eru falin að lögum, þ.e. lögmælt verkefni, en geta einnig, innan vissra marka, tekið að sér önnur verkefni sem ekki er kveðið á um í lögum, þ.e. ólögmælt eða valkvæð verkefni. Lögmæltum verkefnum má síðan skipta í annars vegar lögskyld verkefni og hins vegar lögheimil verkefni.

Málshefjandi, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, tók til máls og fór yfir lögskyld, lögheimil og valkvæð verkefni sem Akureyrarbær sinnir.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Gunnar Gíslason (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn) og Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn).

8.Staða Akureyrarbæjar sem sjávarútvegssveitarfélags

Málsnúmer 2018110334Vakta málsnúmer

Umræða um stöðu Akureyrarbæjar sem sjávarútvegssveitarfélags og umsókn um aðild Akureyrarbæjar að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.

Málshefjandi, Gunnar Gíslason D-lista, tók til máls og reifaði mikilvægi og vægi sjávarútvegs í Akureyrarbæ. Gunnar lagði fram eftirfarandi tillögu:

Akureyrarbær hefur verulega hagsmuni af starfsemi fyrirtækja sem starfa í sjávarútvegi og má ætla að hlutfall heildarlauna af starfsemi sem tengist beint eða óbeint sjávarútvegi á Akureyri sé um 25-30% að minnsta kosti. Þetta hlutfall er enn hærra ef litið er til Hríseyjar og Grímseyjar. Það hlýtur því að þjóna hagsmunum Akureyrarbæjar að vera aðili að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga og er því lagt til að sótt verði um aðild að samtökunum nú þegar.

Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Gunnar Gíslason og Andri Teitsson (í annað sinn).
Andri Teitsson lagði til að tillögu Gunnars Gíslasonar yrði vísað til umfjöllunar í bæjarráði. Tillaga Andra var borin upp til atkvæða og samþykkt með 8 atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

10.Bæjarstjórn áætlun um fundi

Málsnúmer 2017050158Vakta málsnúmer

Lagt er til að bæjarstjórn fundi næst 11. desember nk. í stað 18. desember eins og áætlað var.

Einnig er lagt til að fundur sem áætlaður var 8. janúar 2019 verði felldur niður. Fyrsti fundur bæjarstjórnar á nýju ári verði því 22. janúar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 22. og 29. nóvember 2018
Bæjarráð 22. og 29. nóvember 2018
Frístundaráð 21. nóvember 2018
Fræðsluráð 19. nóvember 2018
Skipulagsráð 28. nóvember 2018
Umhverfis- og mannvirkjaráð 23. nóvember 2018
Velferðarráð 21. nóvember 2018

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 19:06.