Fréttir frá Akureyrarbæ

Ljósin á jólatrénu á Ráðhústorgi voru tendruð 1. desember sl. um leið og Jólatorgið var opnað. Mynd:…

Þetta ár er frá oss farið

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er bjartsýn fyrir hönd Akureyringa í áramótahugleiðingu sinni en minnir um leið á að blikur eru á lofti í heimsmálunum.
Lesa fréttina Þetta ár er frá oss farið
Mynd af heimasíðu Hlíðarfjalls tekin í gær, 27. desember.

Opnun skíðasvæðisins frestast enn um sinn

Miklar umhleypingar hafa verið í veðrinu síðustu dægrin og enn vantar talsvert af snjó til að hægt verði að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.
Lesa fréttina Opnun skíðasvæðisins frestast enn um sinn
Áramótabrennan suður af Jaðri

Áramótabrennan suður af Jaðri

Áramótabrenna Akureyringa verður á sama stað og í fyrra, á auðu svæði nokkru sunnan við golfskálann á Jaðri. Þar verður kveikt í myndarlegri brennu kl. 20.30 á gamlárskvöld. Á meðfylgjandi loftmynd má sjá brennustæðið, svæði þar sem leggja má bifreiðum og gönguleiðir að brennunni.
Lesa fréttina Áramótabrennan suður af Jaðri
Ánægja með lokun göngugötu í sumar

Ánægja með lokun göngugötu í sumar

Meirihluti bæjarbúa er ánægður með lokun göngugötunnar í sumar, samkvæmt nýrri netkönnun sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri framkvæmdi fyrir Akureyrarbæ.
Lesa fréttina Ánægja með lokun göngugötu í sumar

Auglýsingar

Svæðið sem breytingin nær til

Blöndulína 3 - Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Blöndulínu 3 til samræmis við niðurstöðu umhverfismats framkvæmdarinnar.
Lesa fréttina Blöndulína 3 - Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030
Útboð á vallarlýsingu á Þórssvæði

Útboð á vallarlýsingu á Þórssvæði

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar fyrir hönd Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í vallarlýsingu á nýjan gervigrasvöll og æfingsvæði á íþróttasvæði Þórs á Akureyri.
Lesa fréttina Útboð á vallarlýsingu á Þórssvæði
Lóðir í 2. áfanga Móahverfis

Lóðir í 2. áfanga Móahverfis

Samþykkt hefur verið að auglýsa aftur 28 lóðir í 2. áfanga Móahverfis
Lesa fréttina Lóðir í 2. áfanga Móahverfis
Deiliskipulag svæðisins eftir breytingu

Háskólinn á Akureyri - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. nóvember 2024: Erindi dagsett 31. október 2024 þar sem að Hildur Steinþórsdóttir fh. FÉSTA leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri til samræmis við niðurstöður samkeppni um uppbyggingu á stúdentagörðum. Í breytingunni er gert ráð fyrir að byggingarmagn lóðar D hækki úr 5.200 fm í 7.400 fm og að byggingar verði þrjár í stað tveggja. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjöldi bílastæða miði við 1 bílastæði á hverjar 5 íbúðaeiningar. Er jafnframt óskað eftir því að lóðagjöld verði reiknuð út frá byggðum fermetrum en ekki út frá hámarksbyggingarmagni lóða. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðslu varðandi ósk um að gjaldtaka miðist við byggða fermetra en ekki hámarksbyggingarmagn er frestað. Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti. Til máls tóku Andri Teitsson og Jón Hjaltason.
Lesa fréttina Háskólinn á Akureyri - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Flýtileiðir