Velferðarráð fer með stjórn félagsmála í umboði bæjarstjórnar Akureyrar. Ráðið gerir tillögur til bæjarstjórnar um stefnumörkun á sviði félags- og velferðarmála Akureyrarbæjar. Það fylgist með því að deildir og stofnanir á þess vegum vinni að settum markmiðum, veiti góða þjónustu og að starfsemin sé skilvirk og hagkvæm. Hlutverk félagsþjónustu Akureyrarbæjar er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa Akureyrarbæjar. Velferðarráð leitast við að félagsleg þjónusta verði í samræmi við þarfir íbúa og að þeir hafi upplýsingar um þá félagslegu þjónustu sem í boði er. Velferðarráð vinnur með öðrum opinberum aðilum svo og félögum, félagasamtökum og einstaklingum að því að bæta félagslegar aðstæður og umhverfi í sveitarfélaginu.
Heiti félagsmálaráðs var breytt í velferðarráð á fundi bæjarstjórnar 17. febrúar 2015.
Samþykkt fyrir velferðarráð 14. desember 2021
Velferðarráð er þannig skipað:
Hulda Elma Eysteinsdóttir (L), formaður
Lára Halldóra Eiríksdóttir (D), varaformaður
Hólmgeir Karlsson (M)
Guðbjörg Anna Björnsdóttir (B)
Snæbjörn Ómar Guðjónsson (V)
Elsa María Guðmundsdóttir (S), áheyrnarfulltrúi
Tinna Guðmundsdóttir (F), áheyrnarfulltrúi
Varamenn í velferðarráði:
Bryna Hlíf Þorsteinsdóttir (L)
Sólveig María Árnadóttir (D)
Sigrún Elva Briem (M)
Tanja Hlín Þorgeirsdóttir (B)
Helgi Þorbjörn Svavarsson (V)
Kolfinna María Níelsdóttir (S), varaáheyrnarfulltrúi
Halla Birgisdóttir Ottesen (F), varaáheyrnarfulltrúi
Fundargerðir