Félagslegt leiguhúsnæði - skilyrði

Til að eiga rétt á almennu félagslegu leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ þarft þú að: 

  •  vera orðinn 18 ára á umsóknardegi
  •  eiga lögheimili á Akureyri á umsóknardegi
  •  vera undir tekju- og eignamörkum
  •  ná lágmarks stigafjölda í félagslegu mati

Tekju- og eignamörk

Tekjur er talan sem kemur fram í reit 2,7 á síðasta skattframtali (skattskyldar tekjur).
Leggja þarf saman tekjur allra sambýlisaðila sem eru 20 ára eða eldri.

Tekjumörk einstaklinga
Barnlaus  6.661.600 kr.
Eitt barn  8.327.200 kr.
Tvö börn  9.992.800 kr.
Þrjú börn 11.658.400 kr.
Fjögur börn 13.324.000 kr.

 

Tekjumörk hjóna/sambýlisfólks
Barnlaus  9.327.200 kr.
Eitt barn 10.992.800 kr.
Tvö börn 12.658.400 kr.
Þrjú börn 14.324.600 kr.
Fjögur börn 15.989.600 kr.

 

Eignir eru eignir samkvæmt síðasta skattframtali að frádregnum skuldum og fyrir utan innistæður og verðbréf barna

Eignamörk heimilis (óháð hjúskaparstöðu)

eru 7.199.200 kr.

Félagslegt mat

Ef tekju- og eignamörk reynast í lagi er gert félagslegt mat á stöðu umsækjanda og fjölskyldu hans.
Til að eiga rétt á húsnæði þarf að ná þessum stigum vegna félagslegra erfiðleika:

 

Lágmarksstig einstaklinga og sambýlisfólks/hjóna
Barnlaus:  9 stig
Eitt barn: 11 stig
Tvö eða fleiri börn:  12 stig

 

Hægt er að sjá hvernig stig eru gefin hér.

Undanþágur

Hægt er að sækja um undanþágu frá skilyrðum um lögheimili og tekjuviðmið við eftirfarandi aðstæður:

Lögheimili:

  • Umsækjandi hefur búið á Akureyri stóran hluta ævi sinnar en flutt tímabundið, að hámarki til tveggja ára, úr sveitarfélaginu vegna húsnæðisvanda, náms eða vinnu
  • Umsækjandi eða barn hans undir 18 ára aldri á við langvarandi og alvarleg veikindi að stríða eða fötlun og þarf að flytja til Akureyrar af landsbyggðinni til að vera nær læknisþjónustu og/eða annarri sérfræðiþjónustu

 

Tekjuviðmið:

  • hafa lent í miklum félagslegum erfiðleikum og
  • tekjur lækkað í kjölfarið þannig að þær eru núna innan tekjumarka 

Umsóknir um undanþágur skulu vera skriflegar og rökstuddar

Hér er átt við fötlun í skilningi laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018

 

Fylgigögn með umsóknum

Með umsóknum þarf að fylgja:

  • Síðasta skattframtal allra á heimilinu, sótt á skattur.is eða í afgreiðslu RSK
  • Staðfestur umgengnissamningur eða úrskurður sýslumanns ef umsækjandi er umgengnisforeldri
  • Nýjasta tekjuáætlun tryggingarstofnunar, ef við á og húsnæðisfulltrúi óskar eftir henni
  • Staðgreiðsluyfirlit yfirstandandi árs, ef við á og húsnæðisfulltrúi óskar eftir því
  • Umsækjandi sem hefur tímabundið dvalarleyfi skal leggja fram afrit af dvalarleyfinu.
    Skilyrði er að gildistími dvalarleyfisins sé að lágmarki 12 mánuðir

 

Fatlað fólk - sértækt úrræði

Til sækja um sértækt úrræði fyrir fatlað fólk þarf umsækjandi að uppfylla öll eftirfarandi skilyrði: 

  • vera orðinn 16 ára á umsóknardegi, en til úthlutunar kemur þó aldrei
    fyrr en 18 ára aldri hefur verið náð
  • hafa staðfesta fötlunargreiningu og vera metinn í þörf fyrir sértækt húsnæði. Hafi umsækjandi verið
    metinn samkvæmt matinu Support Intensity Scale (SIS) skal hann vera metinn í 5.
    flokk eða hærra, sem þýðir að viðkomandi þurfi yfir 15. klst. í stuðning á viku
  • Umsækjandi sem hefur tímabundið dvalarleyfi skal leggja fram afrit af dvalarleyfinu
    Skilyrði er að gildistími dvalarleyfisins sé að lágmarki 12 mánuðir
  • metinn til að lágmarki fimm stiga samkvæmt matsviðmiðum
  • vera ekki í vanskilum við Akureyrarbæ vegna leigugreiðslna.

Sjá nánari upplýsingar um meðhöndlun umsókna og nauðsynleg fylgigögn í kafla III í Reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar

Með fötlunargreiningu er átt við staðfestingu frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, viðurkenndri sjúkrastofnun
eða teymi fagfólks sem hefur sérfræðiþekkingu á fötlun.

 

Áfangaheimili

Umsækjandi þarf að uppfylla öll eftirfarandi skilyrði:

  • vera orðinn 18 ára á umsóknardegi
  • eiga lögheimili á Akureyri á umsóknardegi
  • Umsækjandi sem hefur tímabundið dvalarleyfi skal leggja fram afrit af dvalarleyfinu. Skilyrði er að gildistími dvalarleyfisins sé að lágmarki 12 mánuðir
  • vera metinn til að lágmarki sex stiga skv. matsviðmiðum um áfangaheimili

     

Fylgigögn með umsókn:

Eftirfarandi gögn þurfa að liggja fyrir við afgreiðslu umsóknar:

  • Mats- og þarfagreiningarlisti velferðarsviðs Akureyrarbæjar sem unninn er í samvinnu við umsækjanda
  • Greinargerð um félagslegar og heilsufarslegar aðstæður umsækjanda frá ráðgjafa eða öðrum fagaðila
  • Gögn frá heilbrigðisþjónustu og/eða öðrum þjónustuaðilum ef við á
  • Afrit af tímabundnu dvalarleyfi í þeim tilvikum sem það á við

 

Ef umsækjandi er í vanskilum með leigugreiðslur við Akureyrarbæ öðlast umsóknin ekki gildi fyrr en umsækjandi hefur greitt að fullu eða samið um skuldina. Sama gildir um umsókn um milliflutning.

 

Sjá nánari upplýsingar um meðhöndlun umsókna og nauðsynleg fylgigögn í Reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar

Síðast uppfært 08. apríl 2024