Virk efri ár

Merki verkefnisins Virk efri árVirk efri ár er verkefni sem er ætlað íbúum Akureyrarbæjar sem eru 60 ára og eldri.

 Hægt er að mæta í alla þá valkosti sem fólk hefur áhuga á, hvort sem það er tilfallandi eða reglubundið. Þátttakendur eru hvattir til að prófa sem flest með því að leitast við að finna að lágmarki þrennt sem höfðar til þeirra.

Hægt er að skrá sig í einn mánuð í senn, án frekari skuldbindinga.

Lota 3: 23. september – 13. desember

Blak, styrktaræfingar, borðtennis, dans, boccia, pokavarp (e. Cornhole), jóga, leikir, badminton, frisbígolf (folf) innandyra, pílukast, gönguferðir, sundleikfimi. Sjá dagskrá vetrarins 2024 (pdf-skjal).

 

Nánari upplýsingar:

Netfang: virkefriar@akureyri.is

Símanúmer: 414-3788 / 865-0913

Facebook: Virk efri ár – Akureyri (@facebook.com/virkefriar)

Mánaðargjald: 4.900 kr. (Greitt í gegnum Sportabler.)

Nánari dagskrá og skráning í einstaka viðburði er gerð í gegnum Sportabler

Síðast uppfært 08. október 2024