Fimleikafélag Akureyrar er með aðsetur í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla. Þar er boðið upp á almenna fimleika og áhaldafimleika fyrir alla aldurshópa.
Heimasíða: http://www.fimak.is/is
Knattspyrnufélag Akureyrar bíður uppá æfingar í handbolta, fótbolta, blaki, júdó og lyftingum fyrir börn og unglinga. Iðkendum er skipt eftir aldri í æfingahópa sem æfa skv. æfingatöflu hvers iðkendahóps.
Heimasíða: http://www.ka-sport.is/
Karatefélag Akureyrar bíður uppá karatekennslu fyrir alla aldurshópa. Markið hvers og eins á að snúast um persónulegar framfarir og ekki er áhersla á keppnir. Börnum á grunnskólaaldri er skipt í þrjá hópa eftir aldri.
Heimasíða: http://karateakureyri.is/?page_id=2
Skautafélag Akureyrar er með aðstöðu í Skautahöllinni, Naustavegi 1. Þar er boðið upp á æfingar í listhlaupi, íshokkí og krullu. Starfsemi Skautafélagsins er á tímabilinu september til maí ár hvert.
Heimasíða: http://www.sasport.is/
Skíðafélag Akureyrar er með æfingar í Hlíðarfjalli. Þegar iðkendur hafa greitt æfingagjöld fá þeir afhent vetrarkort í Hlíðarfjall sem er innifalið í æfingagjöldum. Æfingar félagsins hefjast að hausti og er þá ýmist æft innanhúss eða úti í nátturunni áður en byrjar að snjóa. Nýir iðkendur sem eru 11 ára og yngri í alpagreinum, gönguskíðum og brettum borga hálft æfingagjald fyrsta árið.
Heimasíða: http://www.skidi.is/
Sundfélagið Óðinn er með æfingar í Sundlaug Akureyrar og Glerárlaug. Boðið er upp á sundþjálfun fyrir fjögurra ára og eldri. Nýir iðkendur fá tveggja vikna reynslutíma.
Heimasíða: http://www.odinn.is/
UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa allan ársins hring. Í yngstu hópunum er lögð áhersla á leik og fjölbreyttar æfingar, en frá 9-10 ára aldri er farið að æfa markvisst einstakar greinar, t.d. hlaup, köst og stökk. Í unglingahópnum verður sérhæfingin síðan enn meiri.
Heimasíða: http://www.ufa.is/
Íþróttafélagið Þór bíður uppá æfingar í handbolta, körfubolta, fótbolta, pílukasti, rafíþróttum, hnefaleikum og taekwondo. Iðkendum er skipt eftir aldri í æfingahópa sem æfa skv. æfingatöflu hvers iðkendahóps.
Heimasíða: http://www.thorsport.is
Íþróttafélagið Eik vill veita öllum tækifæri til þátttöku í íþróttum og eru félagsmenn bæði fatlaðir og ófatlaðir og allir velkomnir. Flestir leggja stund á boccia en auk þess eru iðkaðar aðrar íþróttagreinar, t.d. sund og frjálsar íþróttir.
Heimasíða: https://www.facebook.com/IbrottafelagidEik
Íþróttafélagið Akur er opið bæði fötluðum og ófötluðum sem vilja æfa boccia og borðtennis.
Heimasíða: https://www.facebook.com/IFAAkur
Atlantic - Brasilískt Jiu – Jitsu. Brasilískt Jiu - Jitsu er ein af vinsælastu bardagaíþróttum í heimi. Íþróttin veitir einstaklingum líkamlegan og andlegan styrk. Við æfingar eykst styrkur og þol, ásamt tækni í alhliða sjálfsvörn en boðið er upp á æfingar fyrir börn frá 6 ára aldri. Staðsetning er á 3. hæð í Tryggvabraut 22.
Heimasíða: https://bjjatlantic.is/
Golfklúbbur Akureyrar býður uppá golfæfingar fyrir allan aldur. Vetraræfingar félagsins fara fram í Íþróttahöllinni og sumaræfingar á golfvellinum að Jaðri.
Heimasíða: https://gagolf.is
Hjólreiðafélag Akureyrar er með götu- og fjallahjólaæfingar fyrir allan aldur.
Heimasíða: https://www.hfa.is
Hestamannafélagið Léttir býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og unglinga.
Heimasíða: https://www.lettir.is
Siglingaklúbburinn Nökkvi er með siglinga og sjósportnámskeið á sumrin fyrir krakka frá 8 ára aldri. Kennt er í 3 tíma í senn, fyrir hádegi frá 9:00 – 12:00 og eftir hádegi frá 13:00 – 16:00. Hvert námskeið er ein vika. Krakkarnir koma með nesti og aukaföt og í pollagalla og stígvélum.
Heimasíða: http://nokkvi.iba.is/
UMF. Narfi bíður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir börn á öllum aldri í Hrísey. Meðal þess sem boðið er upp á er badminton, fótbolti, íþróttaskóli, aðstoð í líkamsrækt
Heimasíða: https://www.facebook.com/umfnarfi/
Dansskóli Steps (Steps Dancecenter Akureyri), Sunnuhlíð 12.
Boðið er upp á dansnám fyrir stelpur og stráka frá 2ja ára aldri. Jazz, street & hip hop.
Heimasíða: https://www.facebook.com/stepsdancecenterak
Dansstúdíó Alice – Dansskóli Akureyri, Skarðshlíð 18
Dansnám fyrir bæði byrjendur og framhaldsnemendur frá 2ja ára aldri. Boðið upp á prufuviku hjá öllum aldurshópum.
Heimasíða: http://dsa.is