Bæjarráð

3553. fundur 27. apríl 2017 kl. 08:15 - 11:03 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Sigríðar Huldar Jónsdóttur.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021 - fjárhagsáætlanaferli

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlanaferli vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2018-2021.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um fjárhagsáætlanaferlið.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021 - tekjuáætlun

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tekjuáætlun fyrir árið 2018 vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um tekjuáætlun.

3.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Umræður um drög að samstarfssamningi um byggingu skíðalyftu í Hlíðarfjalli.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undur þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

4.Hrísey - Leikklúbburinn Krafla - Sæborg

Málsnúmer 2015120041Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2017 frá Ingimari Ragnarssyni og Lindu Maríu Ásgeirsdóttur f.h. Leikklúbbsins Kröflu, þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ um rekstur Sæborgar í Hrísey.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga til samninga um sölu á félagsheimilinu Sæborgu við Leikklúbbinn Kröflu.

5.Starfsumhverfi bæjarfulltrúa - starfshópur

Málsnúmer 2015110142Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 23. mars sl. að skipaður verði þriggja manna starfshópur sem ætlað er að gera úttekt á starfsumhverfi bæjarfulltrúa og skila til bæjarráðs fyrir 1. júní nk.

Lögð fram eftirfarandi tillaga formanns bæjarráðs að einstaklingum í starfshópinn:

Andrea Hjálmsdóttir.

Hermann Jón Tómasson.

Margrét Kristín Helgadóttir.

Bæjarráð samþykkir tillögu formanns bæjarráðs að Andrea Hjálmsdóttir, Hermann Jón Tómasson og Margrét Kristín Helgadóttir skipi starfshópinn. Bæjarráð óskar eftir að starfshópurinn skili inn tillögu sinni fyrir 1. september nk. Jafnframt samþykkir bæjarráð framlaga tillögu að erindisbréfi fyrir hópinn.

6.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 294. fundar stjórnar Eyþings dagsett 19. apríl 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir
Fylgiskjöl:

7.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lagðar fram 107. og 108. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsettar 10. og 19. apríl 2017. Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: Http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 2. og 3. lið 107. fundargerðar til umhverfis og mannvirkjasviðs, 1. liður fundargerðarinnar er lagður fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð vísar 1. lið 108. fundargerðar til bæjarstjóra. Ábendingar hverfisráðsins vegna aðalskipulagsins hafa áður verið sendar til skipulagssviðs.

8.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerð

Málsnúmer 2017010127Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 100. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 14. mars 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2014-2015
Bæjarráð vísar 5. lið til umhverfis og mannvirkjasviðs, 7., 10. og 12. lið til skipulagssviðs, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

9.Hverfisnefnd Giljahverfis - fundargerð

Málsnúmer 2016010040Vakta málsnúmer

Lögð fram 25. fundargerð hverfisnefndar Giljahverfis dagsett 27. mars 2017.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/giljahverfi/fundargerdir
Bæjarráð vísar 2., 3. og 4. lið til umhverfis og mannvirkjaráðs, 1. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði.

10.Hverfisnefnd Naustahverfis - fundargerð

Málsnúmer 2017010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 76. fundargerð hverfisnefndar Naustahverfis dagsett 19. apríl 2017.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/naustahverfi/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1., 2. og 4. lið til umhverfis og mannvirkjasviðs, 3. lið til samfélagssviðs, 5. og 6. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 11:03.