Húsnæði

 Félagslegt leiguhúsnæði

Akureyrarbær tryggir framboð af leiguhúsnæði til handa einstaklingum og fjölskyldum sem ekki hafa kost á að afla sér húsnæðis með öðrum hætti. Um er að ræða almennt félagslegt leiguhúsnæði, sértækt húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk og áfangaheimili.

Almennt félagslegt leiguhúsnæði er ætlað þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna, þungrar framfærslubyrðar og lágra launa.
Sértækt húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk er íbúðarhúsnæði sem er ætlað þeim sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum fötlunar og þurfa umfangsmikla aðstoð og stuðning til að geta búið á eigin heimili.

Sótt er um félagslegt húsnæði á þjónustugátt bæjarins - sjá aðeins neðar á síðunni. Velferðarsvið tekur svo á móti og afgreiðir umsóknirnar. Einnig er hægt að fá almenna upplýsingagjöf og ráðgjöf um húsnæðismál hjá sviðinu. Fyrirspurnir er hægt að senda á velferdarsvid@akureyri.is.  Neðst á þessari síðu er hægt að bóka viðtal hjá húsnæðisfulltrúa. Auk þess er hægt að hringja í síma 460-1000 á milli 9:00 -15:00 á virkum dögum og panta símtal frá húsnæðisfulltrúa.

Fyrir leigjendur: Umsókn um viðhald á leiguíbúð er að finna á Þjónustugátt Akureyrarbæjar undir Umsóknir > Félagslegt leiguhúsnæði og sérstakur húsnæðisstuðningur > Leiguíbúð viðhaldsbeiðni. Einnig er hægt að senda inn ábendingu í gegnum heimasíðu Akureyrarbæjar með því að nota hnappinn Fyrirspurnir og ábendingar sem finna má á forsíðunni. 

Reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar 2023

Gjaldskrá félagslegs húsnæðis frá 1. mars 2024

Félagslegt leiguhúsnæði - umsókn á þjónustugátt  - sækja í pdf formi

Uppsögn félagslegs leiguhúsnæðis á þjónustugátt - sækja í pdf formi

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim einstaklingum og fjölskyldum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði eða eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað sökum lágra tekna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna. Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna er ætlaður fyrir foreldra eða forsjáraðila sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms barna fjarri lögheimili.

Velferðarsvið annast móttöku og afgreiðslu umsókna um sérstakan húsnæðisstuðning. Fyrirspurnir er hægt að senda á velferdarsvid@akureyri.is. Auk þess er hægt að hringja í síma 460-1400 á milli 09:00-15:00 á virkum dögum og panta símtal frá húsnæðisfulltrúa.

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning á þjónustugátt - sækja í pdf formi

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15 - 17 ára barna á þjónustugátt - sækja í pdf formi

Húseigendur

Álagning fasteignagjalda, fráveitu- og sorphirðugjald 

Fasteignaskattur - umsókn um lækkun fyrir elli- og örorkulífeyrisþega á þjónustugátt

Skilyrði og matsviðmið fyrir úthlutun íbúða

Ýmislegt

Lausar byggingarlóðir

Lögheimilisbreyting - Þjóðskrá Íslands

Hér er hægt að bóka viðtal við húsnæðisfulltrúa. Félagslegt leiguhúsnæði er ætlað einstaklingum og fjölskyldum sem ekki hafa kost á að afla sér húsnæðis með öðrum hætti.

Síðast uppfært 27. mars 2024