Fyrir lýðheilsukortið er greitt eitt mánaðargjald með 12 mánaða binditíma og um fjögur mismunandi lýðheilsutilboð er að ræða:
1) Tveir einstaklingar (18 ára og eldri) eða tveir foreldrar og barn/börn (17 ára og yngri), gjaldið er rétt tæplega 8.917 kr. á mánuði í 12 mánuði, samtals 107.000 kr. á fjölskyldu á ári.
2) Einstaklingur (18 ára og eldri) eða eitt foreldri og barn/börn (17 ára og yngri), gjaldið er 5.500 kr. á mánuði í 12 mánuði, samtals 66.000 kr. á fjölskyldu á ári.
3) Öryrki og barn/börn (17 ára og yngri), gjaldið er 2.250 kr. á mánuði í 12 mánuði, samtals 27.000 kr. á fjölskyldu á ári*
4) Eldri borgarar (67 ára og eldri), gjaldið er 2.250 kr. á mánuði í 12 mánuði, samtals 27.000 kr. á fjölskyldu á ári
*Vakin er athygli á því að það er frítt í sundlaugar Akureyrarbæjar og Skautahöllina á Akureyri fyrir öryrkja.
Vakin er athygli á því að ef viðkomandi á ekki nú þegar skidata-kort þá þarf að kaupa það sérstaklega. Skidata-kort kostar 1.240 kr. á hvern einstakling.
Umsækjandi getur valið á milli tveggja greiðsluleiða:
1) Mánaðarleg krafa myndast í heimabanka næstu 12 mánuði.
2) Ein krafa myndast í heimabanka fyrir allri upphæðinni.
Leiðbeiningar hvernig sækja má kvittun fyrir Lýðheilsukortinu má finna hér
Fólk er hvatt til að kynna sér gjaldskrár Sundlaugar Akureyrarbæjar, Hlíðarfjalls og Skautahallarinnar á Akureyri til að gera verðsamanburð.
- Gjaldskrá Sundlaugar Akureyrarbæjar má finna hér
- Gjalskrá Hlíðarfjalls má finna hér
- Gjaldskrá Skautahallarinnar á Akureyri má finna hér