Málsnúmer 2017040172Vakta málsnúmer
Hjúkrunarforstjóri og staðgengill framkvæmdastjóra ÖA, Helga Erlingsdóttir, greindi frá og kynnti nokkur atriði í niðurstöðum úttektar á öldrunarþjónustu sem unnin var af hálfu verkefnastjórnar á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem skipuð var í september 2015.
Verkefnið fólst í að gera úttekt á öldrunarþjónustu með það að markmiði að greina stöðu heilbrigðishluta þjónustunnar við aldraða, móta tillögur að stefnu og einnig tillögur að aðgerðaáætlun um nauðsynlegar breytingar. Var verkefnisstjórninni ætlað að horfa til þróunnar síðustu ára, spá fyrir um þróun næstu ára og setja fram tillögur að breytingum á þjónustunni eftir því sem við ætti.
Tekið er fram að niðurstöður nefndarinnar sem eru birtar sem fylgiskjal fela ekki í sér stefnu velferðarráðuneytisins eða heilbrigðisráðherra, heldur eru tillögur starfshópsins sem ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til af hálfu ráðherra.
Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu og Lúðvík Freyr Jónsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Valur Sæmundsson V-lista boðaði forföll og varamaður mætti ekki.