Alltaf gaman að leika sér úti
Dagforeldrar óskast til starfa á Akureyri. Um er að ræða daggæslu í heimahúsi og/eða öðru húsnæði eftir samkomulagi og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Á Akureyri er daggæsla nú starfrækt í heimahúsum og í húsnæði gæsluvalla.
Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi. Starfsleyfi veitir Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála, sjá nánar hér https://island.is/s/gev/daggaesla Umsækendur þurfa að uppfylla skilyrði sbr reglugerð nr. 907-2005, með síðari tíma breytingum. Sjá nánar hér: https://island.is/reglugerdir/nr/0907-2005
Dagforeldrar vinna mikilvægt umönnunar- og uppeldisstarf. Þeir vinna sjálfstætt og sjá um og bera ábyrgð á andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð barna í þeirra umsjón.
Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.
Nánari upplýsingar gefur Sesselja Sigurðardóttir ráðgjafi á fræðslu-og lýðheilsusviði, netfang sesselja@akureyri.is.