Málsnúmer 2018110168Vakta málsnúmer
Núverandi fjölmenningarstefna Akureyrarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn 13. apríl 2010 og byggir hún á fjölmenningarstefnu Eyþings sem var unnin og birt árið 2009. Í febrúar 2017 samþykkti stjórn Eyþings að skipa starfshóp til að endurskoða fjölmenningarstefnuna og var endurskoðuð útgáfa lögð fram fyrir stjórnarfund samtakanna í ágúst 2017. Aðildarfélög Eyþings geta notað fyrrnefnda stefnu, að hluta eða í heild, dýpkað einstaka þætti, sett niður leiðir til eftirfylgni og mats, allt eftir aðstæðum á hverjum stað.
Helga Hauksdóttir kennsluráðgjafi á fræðslusviði og Zane Brikovska verkefnastjóri alþjóðastofu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið og kynntu álit sitt, dagsett 30.10. 2018, á helstu þáttum í núverandi fjölmenningarstefnu bæjarins sem þarfnast endurskoðunar miðað við nýja fjölmenningarstefnu Eyþings og hver væru æskileg næstu skref innan Akureyrarbæjar.