Hvernig verður þetta við sérbýli?

Hvert sérbýli, þ.e. einbýlishús, parhús og flest raðhús fá nýjar tunnur fyrir urgangsflokkana fjóra. Sérbýlin fá þrjár tunnur:

  • 240 lítra tvískipta tunnu fyrir annars vegar matarleifar og hins vegar blandaðan úrgang
  • 240 lítra tunnu fyrir pappír og pappa annars vegar
  • 240 líta tunnu fyrir plastumbúðir 

Hvað eru tunnurnar stórar?

Margir velta því fyrir sér hvað nýju ílátin taka mikið pláss. Stutta svarið er að ef um sérbýli er að ræða verður að taka frá að minnsta kosti 200 sm breitt pláss fyrir nýju ílátin þrjú, þ.e.a.s. samanlagða breidd þeirra auk 10 sm á milli ílátanna. Ef ekki er hægt að útbúa pláss fyrir þrjár tunnur má óska eftir tvískiptri 240L tunnu fyrir pappír/pappa og plastumbúðir. Ekki er boðið upp á tvískipt ílát í öðrum stærðum en 240L. Hægt er að hafa samband vegna óska og ráðgjafar um samsetningu íláta: flokkumfleira@akureyri.is.

Stærðir íláta sem í boði eru:

Tegund Hæð Breidd Dýpt
140L tunna 1.065 mm 490 mm 560 mm
240L tunna 1.061 mm 580 mm 730 mm
360L tunna 1.105 mm 601 mm 877 mm
660L ker 1.165 mm 1.265 mm 775 mm

En ef ég vil stærri, minni eða færri ílát?

Áður en dreifing íláta hefst geta íbúar óskað eftir annarri samsetningu á tunnum. Til dæmis gæti hentað fyrir minni heimili að hafa tvískipta 240L tunnu fyrir pappír, pappa og plast. Ekki er hægt að fækka úrgangsflokkum en velja má stærri, minni eða færri ílát. Íbúum sem hafa áhuga á öðrum samsetningum er bent á að hafa samband vegna óska og ráðgjafar um samsetningu íláta: flokkumfleira@akureyri.is.

Hvað mun þjónustan kosta?

Hingað til hefur sama sorphirðugjald verið innheimt fyrir hverja íbúð. Um næstu áramót breytist þetta og miðast þá stærsti hluti gjaldsins við stærð íláta og úrgangsflokka.

Einnig verður innheimt fastagjald á hverja íbúð, sem mun standa undir rekstri grenndarstöðva, gámasvæðisins og öðrum rekstri sorphirðukerfisins. Því mun sorphirðugjaldið vera hærra hjá heimilum í sérbýli með sérílát en lægra þar sem fleiri íbúðir deila ílátum, s.s. í fjölbýlishúsum. 

Síðast uppfært 12. júní 2024