Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt fundarhlé hjá bæjarstjórn og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í sal á 1. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9 og hefjast kl. 16:00. Upptökur frá fundunum er hægt að nálgast hér.
Dagskrá bæjarstjórnarfundar 17. desember:
Almenn mál
1. 2024080126 - Stjórnsýslubreytingar 2024-2025 - bæjarráð
Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2024:
Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt fyrir bæjarráð með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
2. 2024080126 - Stjórnsýslubreytingar 2024-2025 - fræðslu- og lýðheilsuráð
Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2024:
Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
3. 2024080126 - Stjórnsýslubreytingar 2024-2025 - umhverfis- og mannvirkjaráð
Liður 8 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2024:
Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
4. 2024080126 - Stjórnsýslubreytingar 2024-2025 - velferðarráð
Liður 9 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2024:
Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir velferðarráð.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt fyrir velferðarráð og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
5. 2024080126 - Stjórnsýslubreytingar 2024-2025 - skipulagsráð
Liður 10 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2024:
Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir skipulagsráð.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt fyrir skipulagsráð með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
6. 2023020943 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027 - viðauki
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2024:
Lagður fram viðauki 7.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 7 að fjárhæð 151,9 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er fyrst og fremst til kominn vegna nýrra kjarasamninga.
7. 2023020943 - Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027 - viðauki
Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2024:
Lagður fram viðauki 8.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð 60 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna aukins kostnaðar við snjómokstur og hálkuvarnir.
8. 2020040011 - Almennir byggingarskilmálar - endurskoðun
Liður 19 í fundargerð skipulagsráðs frá 25. september 2024:
Lögð fram tillaga að uppfærðum almennum byggingarskilmálum.
Skipulagsráð samþykkir uppfærða almenna byggingarskilmála með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
9. 2024100156 - Goðanes - algjört bann við lagningu
Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2024:
Á fundi skipulagsráðs 25. janúar 2023 var samþykkt að banna lagningu ökutækja sunnan og vestan megin í Goðanesi til að bregðast við ábendingum sem höfðu borist um að tæki í götunni hindruðu umferð. Þrátt fyrir þessa breytingu hafa borist fjölmargar ábendingar um að ástandið hafi ekki lagast mikið og að oft skapist hætta vegna þrengsla vestast í götunni.
Skipulagsráð samþykkir að banna alfarið lagningu ökutækja í Goðanesi að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
10. 2023090795 - Austursíða 4 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi
Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. desember 2024:
Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til lóða við Austursíðu 2-6 lauk þann 28. nóvember sl. Í breytingunni felst að landnotkun á svæðinu breytist úr athafnasvæði í verslun- og þjónustu. Er gert ráð fyrir blandaðri landnotkun á svæðinu með heimild fyrir íbúðum á efri hæðum og miðað við að íbúðarhús geti verið allt að 5 hæðir.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, umhverfis- og mannvirkjasviði og Norðurorku.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. 2024120356 - Breyting á deiliskipulagi Móahverfis - gróðurskipulag
Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. desember 2024:
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis sem felst í nákvæmari útfærslu á uppbyggingu trjágróðurs í landi bæjarins. Jafnframt er lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Borgarbrautar - Vestursíðu þar sem gert er ráð fyrir stækkun jarðvegsmanar og nánari útfærslu á gróðri.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillögur að breytingu á deiliskipulagi verði samþykktar og jafnframt auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. 2024090421 - Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra - samningar 2025
Liður 9 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 3. desember 2024:
Liður 4 í fundargerð velferðarráðs frá 27. nóvember 2024:
Lagður fram til samþykktar samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra. Halldóra K. Hauksdóttir lögmaður og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.
Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra með 11 samhljóða atkvæðum og vísar honum til seinni umræðu í bæjarstjórn.
13. 2024030726 - Verkefni nefnda og ráða 2024 - velferðarmál
Umræða um velferðarmál.
14. 2023010626 - Skýrsla bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 5. og 12. desember 2024
Bæjarráð 5. og 12. desember 2024
Skipulagsráð 11. desember 2024
Umhverfis- og mannvirkjaráð 3. desember 2024
Velferðarráð 27. nóvember og 11. desember 2024
Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir