Íslenska ríkið lögfesti Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna árið 2013. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á börn séu fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi; þau eigi sín eigin réttindi – óháð réttindum fullorðinna. Heilsugæslan og leikskólar sinna fjölbreyttri forvarnatengdri þjónustu við börn og foreldra fyrstu árin.
Heilsugæslan
Fylgst er með vitsmuna- og tilfinningaþroska ásamt félagslegum og líkamlegum þroska barns frá fyrstu ævidögum til skólaaldurs. Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna og þannig stuðla að því að börnum séu búin bestu mögulegu uppvaxtaskilyrði á hverjum tíma. Sjá nánar hér.
Leikskólar
Leikskólar Akureyrar sjá um aðlögun barns í skólann. Í hverjum leikskóla er hugað að lífsleikni, sjálfsmynd barns, umhverfismennt, læra umferðarreglur auk þess að nemendur fá kennslu um þeirra einkastaði svo eitthvað sé nefnt. Einnig er lögð áhersla á góða næringu og hvíld, eitthvað sem eru mikilvægir þættir í uppbyggingu hvers barns. Hver leikskóli hefur eldvarna- og rýmingaráætlun og heldur utan um slysaskráningu.
Leikskólar bæjarins eru ekki hverfaskiptir og er helsta ástæða sú að leikskólarnir byggja á mismunandi uppeldisstefnum og því talið nauðsynlegt að foreldrar velji þá skólastefnu sem þeim finnst henta best sínum uppeldisaðferðum.
Sjá lista yfir leikskóla Akureyrarbæjar.