Bæjarstjóri

Bæjarstjórinn á Akureyri er Ásthildur Sturludóttir. Hún starfaði sem bæjarstjóri í Vesturbyggð frá árinu 2010. Ásthildur er uppalin í Stykkishólmi og er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu (Master of Public Administration) í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. Ásthildur starfaði áður sem verkefnisstjóri á rektorsskrifstofu og markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands. Hún var einnig verkefnisstjóri við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og atvinnuráðgjafi hjá SSV-þróun og ráðgjöf.

Ásthildur er gift Hafþóri Jónssyni og þau eiga tvö börn.

Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarins. Hann framfylgir ákvörðunum bæjarráðs og bæjarstjórnar og fer ásamt bæjarráði með framkvæmda- og fjármálastjórn bæjarins. Bæjarstjóri er yfirmaður starfsmanna bæjarins og æðsti embættismaður.

Hægt er að bóka viðtal við bæjarstjóra með því að hafa samband við þjónustuver í Ráðhúsi Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 í síma 460 1000.

Síðast uppfært 18. janúar 2023