Málsnúmer 2016100062Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 1. júní 2017:
Samningur um rekstur Skáldasafnanna lagður fram til samþykktar. Deildarstjóri Akureyrarstofu fór yfir samninginn.
Minjasafnið á Akureyri tekur að sér umsjón með rekstri og faglegu safnastarfi skáldahúsanna, Nonnahúss og Davíðshúss, fyrir hönd Akureyrarstofu á grundvelli safnalaga nr. 141/2011 og þeim viðmiðunum sem sett eru af höfuðsöfnum. Í þriðja skáldahúsinu, Sigurhæðum, er stefnt að því að sett verði á fót gestaíbúð fyrir rithöfunda og fræðimenn sem verði til útleigu og að formlegu sýningarhaldi í húsinu verði því hætt. Hlutverk Minjasafnsins á Sigurhæðum verður að hafa umsjón og eftirlit með safngripum á Sigurhæðum. Umsjón með starfsemi og húsnæðinu í hinu nýja setri á Sigurhæðum verður hjá Amtsbókasafninu. Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.