Málsnúmer 2018010434Vakta málsnúmer
10. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 13. apríl 2018:
Lögð fram minnisblöð dagsett 16. febrúar og 14. mars 2018.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita fjármagni í verklið 1, skurður ofan svæðis, að upphæð 4 milljónir króna og verklið 2, lögn meðfram spyrnubraut, að upphæð 50 milljónir króna samkvæmt framlögðu minnisblaði frá Jónasi Valdimarssyni dagsett 14. mars 2018.
Ráðið óskar eftir viðauka vegna verksins til bæjarráðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að ganga til samninga við Bílaklúbb Akureyrar um framkvæmd verksins.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista óskar bókað að hann samþykki verklið 1 en hafni verklið 2.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.