Nú er hægt að sækja rafrænt um byggingaráform og byggingarleyfi á þjónustugátt Akureyrarbæjar auk þess sem fagaðilar geta skráð sig á verk á sama stað. Frá næstkomandi áramótum verður skylda að sækja rafrænt um byggingarleyfi í Þjónustugáttinni.
Þjónustu- og skipulagssvið hefur látið gera fjölda eyðublaða sem eru ætluð í samskiptum milli embættisins, eigenda byggingarframkvæmda, hönnuða, byggingarstjóra, iðnmeistara og annarra sem málið varðar. Eyðublöðin hafa föst númer og eru útfyllanleg rafrænt. Þar til afgreiðsla umsókna hefur verið gerð rafræn geta notendur fyllt eyðublöðin út á vefnum, prentað þau út og undirritað eigin hendi og sent með viðeigandi fylgigögnum í þjónustuver bæjarins í Ráðhúsinu, Geislagötu 9. Þessi eyðublöð verða áfram í notkun vegna eldri byggingarleyfa sem sótt var um fyrir 1. desember 2019.
Ebl 101 Umsókn um byggingarleyfi, fyrirspurn, umsókn um stöðuleyfi
Ebl 102 Beiðni um staðfestingu á eignaskiptayfirlýsingu
Ebl 103 Gátlisti vegna aðaluppdrátta
Ebl 106 Beiðni um fokheldisúttekt
Ebl 107 Beiðni um öryggis- eða lokaúttekt
Ebl 108 Yfirlýsing um verklok á raforkuvirki vegna öryggis- eða lokaúttektar
Ebl 109 Yfirlýsing um fullbúið og prófað brunaviðvörunark. vegna öryggis- eða lokaúttektar
Ebl 110 Yfirlýsing um fullbúið vatnsúðakerfi og þj.samning vegna öryggis- eða lokaúttektar
Ebl 111 Yfirlýsing um prófun og þj.samning fyrir lyftu vegna öryggis- eða lokaúttektar
Ebl 112 Yfirlýsing um stillingu hitakerfis og virkni stýritækja vegna öryggis- eða lokaúttektar
Ebl 113 Yfirlýsing um stillingu, prófun á samvirkni tækja- og mælingu á loftmagni og dreifingu afhent vegna öryggis- eða lokaúttektar
Ebl 117 Tilkynning um iðnmeistaraskipti
Ebl 118 Beiðni um byggingarstjóraskipti
Ebl 120 Beiðni um skráningu á byggingarstjóra. Umsækjandi sem fengið hefur samþykkta byggingarleyfisumsókn verður að ráða sér byggingarstjóra sem uppfyllir ákvæði 31. gr. byggingarreglugerðar. Umsókninni þarf að fylgja staðfesting á byggingarstjórartryggingu frá tryggingarfélagi.
Ebl 132 Skráning iðnmeistara og staðfesting ábyrgða
Ebl 144 Gátlisti hönnuða vegna burðavirkisuppdrátta
Ebl 145 Gátlisti hönnuða vegna lagnauppdrátta
Ebl 146 Gátlisti vegna séruppdrátta - almennt
Ebl 148 Yfirlýsing um prófun sérlagna vegna öryggis- eða lokaúttektar
Ebl 149 Yfirlýsing um skoðun á skoðunarskyldu leiksvæði og leikvallartækjum
Ebl 150 Greinagerð hönnunarstjóra um ábyrgðasvið hönnuða