Málsnúmer 2018080050Vakta málsnúmer
Liður 6 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 16. ágúst 2018:
Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 12. júlí 2018 frá Þorsteini E. Arnórssyni, f.h. Iðnaðarsafnsins á Akureyri, þar sem óskað er eftir auknum stuðningi Akureyrarbæjar við rekstur safnsins.
Akureyrarbær hefur stutt við rekstur safnsins á undanförnum árum með því að útvega því húsnæði án endurgjalds. Sá stuðningur er nú metinn á um 5 milljónir króna árlega. Safnið sjálft hefur aflað tekna til að standa undir daglegum rekstri og almennu safnastarfi en sjálfboðavinna hefur skipað stóran þátt í að láta það ganga upp. Safnið hefur nú óskað eftir auknum stuðningi bæjarins m.a. með það að markmiði að auka samfellu í starfseminni og til að auðvelda því að uppfylla fagleg skilyrði sem Safnaráð setur viðurkenndum söfnum. Iðnaðarsafnið fékk stöðu viðurkennds safns árið 2014.
Stjórn Akureyrarstofu telur að Iðnaðarsafnið gegni afar mikilvægu hlutverki í safnaflóru bæjarins og hafi lyft grettistaki í varðveislu sögu sem annars væri að stórum hluta glötuð. Stjórnin leggur til við bæjarráð að safnið fái sérstakan fjárstuðning á yfirstandandi ári að upphæð 2 milljónir króna sem geri því kleift að viðhalda reglulegri starfsemi og óskar því eftir samsvarandi viðauka við fjárhagsáætlun. Jafnframt verði styrkurinn nýttur til að móta skýra framtíðarsýn fyrir safnið, fara yfir rekstrarforsendur og tekjumöguleika sem leggja má til grundvallar við ákvörðun um starfsemi safnins á næstu árum.
Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra og formanni að ræða við forsvarsmenn safnsins.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að setja á fót rekstrarráð, eins og fram kom í tillögum KPMG, sem ætlað er að vera stjórnendum og velferðarráði til stuðnings í málum er varða rekstur og fjármál ÖA. Er formanni bæjarráðs falið að útbúa erindisbréf fyrir rekstrarráð og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.