Málsnúmer 2016070021Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar 21. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. október 2017:
Erindi dagsett 23. ágúst 2017 þar sem Andrés Már Magnússon hdl., f.h. eigenda í Hafnarstræti 88, óskar eftir því að Akureyrarbær taki afstöðu til þess hvort hann telji sig skaðabótaskildan gagnvart eigendum vegna deiliskipulags á Drottningarbrautarreit.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð leggur til að bótakröfunni verði hafnað. Deiliskipulag svæðisins frá 1981, breytt 2004, var í gildi þar til núgildandi deiliskipulag tók yfir árið 2012 (Deiliskipulag Miðbæjar - Drottningarbrautarreitur). Það deiliskipulag gerði ráð fyrir mun meiri útsýnisskerðingu húsa við Hafnarstræti en núgildandi deiliskipulag.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.