Málsnúmer 2018060069Vakta málsnúmer
Liður 23 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. september 2018:
Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi dagsett 5. júní 2018 þar sem Ríkharður Ólafur Ríkharðsson og Bryndís Vilhjálmsdóttir leggja inn fyrirspurn varðandi endurbætur á húsi nr. 27 við Ránargötu. Fyrirhuguð er endurbygging þaks með kvistum og bygging á sólpalli á þaki bílgeymslu. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir grunnmynd og útlit hússins eftir breytingar.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
Arnfríður Kjartansdóttir V-lista, öldungur ráðsins, tók við stjórn fundarins.
Þar sem engin athugasemd barst við grenndarkynningu leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.
Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.