Innan Akureyrarbæjar er að finna fjölda náttúruperla sem okkur ber að varðveita. Gott aðgengi að fjölbreyttum útivistar- og náttúrusvæðum eykur lífsgæði bæjarbúa og því er mikilvægt að varðveita og efla útivistar- og náttúrusvæði í bæjarlandinu. Áhersla er lögð á verndun náttúru, jarðmyndana og lífríkis í þeim náttúruperlum sem finna má í bæjarlandinu. Náttúran í kringum okkur er ekki einungis mikilvæg lýðheilsu bæjarbúa, heldur gegna græn svæði mikilvægu hlutverki í markmiði Akureyrarbæjar að ná kolefnishlutleysi þar sem skógar og votlendi eru með helstu kolefnisforðabúrum jarðar.
Markmið þessara aðgerða er að hámarka bindingu kolefnis í bænum, að vernda og viðhalda lífríki svæðisins og stuðla að betri umgengni á viðkvæmum svæðum. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að auka vitund íbúa á sínu næsta umhverfi og stuðla að bættri umgengni um náttúruna.
Aðgerðir í þessum kafla tengjast eftirfarandi heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna:
5.1. Endurheimt votlendis
Aðgerð: Endurheimta votlendi þar sem það er hentugt, t.d. við Startjörn í Krossanesborgum.
Framkvæmd: Kortleggja þau svæði sem hægt er að endurheimta og forgangsraða. Varðveita það votlendi sem er til staðar s.s. við Óshólmana.
Markmið: Draga úr losun frá landi sem hefur verið þurrkað upp og ekki nýtt sérstaklega. Um leið að auka virði svæðisins sem náttúru- og útivistarsvæðið í bæjarlandinu.
Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála
Staða:
5.2. Ágengar plöntur og plöntur á bannlista
Aðgerð: Vinna markvisst gegn útbreiðslu ágengra plantna t.d. skógarkerfils, alaskalúpínu og bjarnarkló í bæjarlandinu.
Framkvæmd: Kortleggja útbreiðslu ágengra plantna á Akureyri og í Hrísey. Halda áfram að vinna gegn dreifingu þeirra.
Markmið: Að uppræta óæskilegar plöntur í bæjarlandinu og þær plöntur sem eru á bannlista.
Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála
Staða:
5.3. Sérstætt landslag
Aðgerð: Varðveita það landslag innan sveitarfélagsins sem er sérstætt, fágætt eða sérlega verðmætt vegna fagurfræðilegs og/eða annars gildis.
Framkvæmd: Hefja greiningu og kortlagningu sérstæðs landslags innan bæjarmarka, bæði í þéttbýli og utan þess, og gera ítarlegaa greinargerð um hvernig hvert og eitt skuli viðhaldið og meðhöndlað.
Markmið: Að tryggja aðgengi komandi kynslóða að sérstæðu landslagi innan bæjarins.
Ábyrgð: Skipulagsfulltrúi og forstöðumaður umhverfis- og sorpmála
Staða:
5.4. Fræðsluskilti við áhugaverða náttúru
Aðgerð: Fjölga fræðsluskiltum við náttúruperlur, menningarsögulegar minjar og sérstakt landslag.
Framkvæmd: Í kjölfar greiningar skal forgangsraða, hanna, smíða og setja upp fræðsluskilti. Leggja áherslu á notkun snjalllausna.
Markmið: Að auka vitund íbúa á sínu næsta umhverfi og stuðla að bættri umgengni um náttúruna.
Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála
Staða:
5.5. Efling útivistarsvæða
Aðgerð: Efla útivistarsvæði í bæjarlandinu til að auka aðgengi, aðdráttarafl og hámarka nýtingu, t.d. græn svæði í þéttbýli, Kjarnaskóg, Glerárdal, Hlíðarfjall, Óshólma Eyjafjarðarár, Naustaborgir og Krossanesborgir.
Framkvæmd: Gera áætlun um eflingu útivistarsvæða í bæjarlandinu.
Markmið: Að útivistarsvæði bæjarins séu fjölsóttir og mannbætandi staðir þar sem maður er manns gaman. Mæta fjölbreyttum óskum ólíkra hópa og sérþarfa og þannig fjölga komu sem flestra. Að þróun útivistarsvæða bæjarins sé í samræmi við nútímakröfur og framboð afþreyingar sé það sömuleiðis.
Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála
Staða:
5.6. Matjurtagarðar Akureyrar
Aðgerð: Hlúa að Matjurtargörðum Akureyrar og upplýsa bæjarbúa um tilgang og möguleika þeirra.
Framkvæmd: Endurhugsa markaðssetningu matjurtagarðanna og hlúa að samfélaginu sem hefur byggst upp í kringum þá. Virkja reynslubolta sem hafa áhuga á að leiðbeina nýjum notendum. Hvetja húsfélög til að koma upp matjurðagörðum á lóðum sínum.
Markmið: Gefa fleiri bæjarbúum tækifæri á að rækta sinn garð.
Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála
Staða:
5.7. Græni trefillinn
Aðgerð: Halda áfram gróðursetningu Græna trefilsins.
Framkvæmd: Haldið áfram með gróðursetningu trjáplantna á svæðinu umhverfis bæinn. Skoðað hvort hægt verði að koma upp skrá um alla þá skógrækt sem vaxið hefur upp á árunum 2005-2021. Þessar tölur eru mikilvægar til að fá rauntölur um árlega kolefnisbindingu.
Markmið: Að auka skjólsæld og kolefnisbindingu í bæjarlandinu.
Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála
Staða:
5.8. Trjáverndarstefna
Aðgerð: Gera trjáverndarstefnu sem tekur til skóga og stakra trjáa í bæjarlandinu.
Framkvæmd: Vinna heildstæða trjáverndarstefnu til tuttugu ára ásamt aðgerðum til fimm ára sem tekur m.a. til skipulags og framkvæmd á allri umgengni og meðhöndlun, þ.m.t. plöntun, grisjun og fellingu. Stefnuna skal endurskoða á fimm ára fresti.
Markmið: Að hámarka bindingu kolefnis frá trjám í bænum. Að merkileg eða sérstök tré séu ekki feld án formlegs samþykkis.
Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála
Staða: Unnið að nýrri trjáverndarstefnu og stefnt að því að hún verði tilbúin um mitt ár 2024.
5.9. Fuglatalning
Aðgerð: Vakta fuglalíf í Naustaflóa í Naustaborgum, Krossanesborgum og Óshólmum Eyjafjarðarár með skipulögðum fuglatalningum.
Framkvæmd: Gera reglulegar fuglatalningar í samstarfi við viðeigandi aðila.
Markmið: Að til séu töluleg gögn um þróun á fjölda fugla og tegundum í bænum sem nýtist í stefnumörkun og aðgerðum.
Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála
Staða: Fuglatalningar eru gerðar reglulega samkvæmt áætlun.
5.10. Strandsvæði og fjörur
Aðgerð: Halda strandsvæðum og fjörum í bæjarlandinu hreinum og hæfum til útivistar og varðveita þær fjörur sem eru ósnortnar.
Framkvæmd: Átak a.m.k. einu sinni á ári um hreinsun alls strandsvæðis bæjarins, þ.m.t. Grímsey og Hrísey. Skilgreina þær fjörur sem teljast ósnortnar sem og þau svæði sem bæjarbúar geta notið strandmenningar og útivistar og gera þau aðgengileg.
Markmið: Að strandsvæði séu hrein og aðgengileg, rétt eins og önnur útivistarsvæði bæjarins.
Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála
Staða:
5.11. Fráveita
Aðgerð: Vinna að áframhaldandi uppbyggingu á fráveitukerfi bæjarins þannig að það standist umhverfiskröfur. Fræða íbúa um hvað má og hvað má ekki fara í fráveitukerfið.
Framkvæmd: Fylgja núverandi áætlun um uppbyggingu kerfisins á Akureyri ásamt Hrísey og Grímsey og vinna að framtíðarskipulagi til þess að uppfylla auknar kröfur tilvonandi reglugerðar um fráveitur. Upplýsingum um fráveitu komið til íbúa með átaki á samfélagsmiðlum.
Markmið: Að fyrir lok árs 2026 verði tilbúin áætlun um uppbyggingu í fráveitumálum sem muni uppfylla auknar kröfur.
Ábyrgð: Norðurorka og sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Staða: