Símanotkun
Við upphaf Vinnuskólans fá leiðbeinendur í hverjum skóla afhentan síma. Þennan síma á að nota til að hringja heim til unglinga ef einhver vandamál koma upp og einnig ef þau mæta ekki til vinnu. Foreldar/forráðamenn tilkynna veikindi og biðja um frí í þetta númer. Öll notkun er skráð, þannig að ef um óeðlilega notkun er að ræða er haft samband við leiðbeinendur. Leiðbeinendur í hverjum skóla skiptast á að hafa símann. Hafa verður kveikt á símanum frá kl. 8.00 á morgnana svo hægt sé að tilkynna veikindi tímanlega og síminn verður að vera opin til kl. 16.00.
Símanúmer
Brekkuskóli |
895-5270 |
Giljaskóli |
895-5271 |
Glerárskóli |
895-5272 |
Lundarskóli |
895-5273 |
Naustaskóli |
895-5279 |
Oddeyrarskóli |
895-5274 |
Síðuskóli |
895-5275 |
Golfvöllur |
895-5232 |
Gróðrastöð |
895-5268 |
Vinnuskólabíll |
895-5276 |
|
|
Verkstjóri 14-15 ára |
895-5269 |
Verkstjóri 16 ára |
895-5231 |
Sumarvinna með stuðningi |
840-7335 |
Umsjónarmaður |
860-9309 |
Umsjónarmaður vinnuskóla er Orri Stefánsson.
Kaffitímar
Kaffitími er í 15 mínútur fyrir hádegi frá kl. 9.45-10.00 og eftir hádegi frá 14.00–14.15. Leiðbeinandi má aldrei yfirgefa vinnuhópinn sinn meðan á kaffitíma stendur.
Leikur
Leiðbeinendur eru hvattir til að nota kaffitímann með unglingum í ýmsa skemmtilega og uppbyggilega leiki.
Hreinsun
Mestur hluti vinnutímans fer í rakstur, beða-, njóla- og gangstéttahreinsun. Passa verður í beðahreinsun að unglingarnir taki ekki mikið af moldinni úr beðinu með arfanum því eins og gefur að skilja þurfa plönturnar mold. Best er að skipta beðum í reiti og hver unglingur fær sinn reit. Ef það er ekki gert vilja þau þjappa sig saman og tala meira en vinna. Munið að það er ykkar að kenna þeim rétt vinnubrögð. Passa verður að vera ekki með stóra hópa í gangstétta hreinsun því erfitt er að dreifa þeim á stórt svæði. Ekki láta þau liggja í stéttinni og hreinsa, þau eiga að læra að nota verkfærin við þessa vinnu.
Verkfæranotkun
Það er mikilvægt að þið byrjið strax á fyrsta degi að kenna þeim rétta notkun verkfæra. Ef það tekst vel þá verður vinna auðveldari fyrir þau og ykkur. Kynnið ykkur líka vel reglur um vinnu barna og ungmenna sem er í möppunni.
Mæting
Ef unglingar mæta ekki til vinnu og þið hafið ekki fengið neinar tilkynningar um veikindi eða frí þá hringið þið heim til viðkomandi unglings eða í gsm síma foreldra. Unglingar sem reknir eru heim úr Vinnuskólanum fá ekki að vinna þann tíma upp en þau geta unnið upp aðra tíma.
Leiðbeinendur eiga einnig að tilkynna veikindi til forstöðumanns eða verkstjóra að morgni með því að hringja. Ekki er tekið mark á sms sendingum um veikindi. Hægt er að tilkynna veikindi frá 08.00 á morgnanna.
Byrjun vinnudags
Þegar unglingarnir mæta til starfa, bæði fyrir og eftir hádegi eiga leiðbeinendur að vera mættir og búnir að taka til verkfæri og vesti. Best er að koma upp þeirri reglu strax að láta þau gera vart við sig þegar þau mæta til vinnu svo hægt sé að merkja við þau svo ekki taki of langan tíma að komast af stað.
Lok vinnudags
Vinnutími unglinganna er frá kl. 8.00–11.30 og frá kl. 12.15–15.45. Unglingarnir mega ekki yfirgefa vinnustað fyrr en fimm mínútum fyrir áætlaðan hættutíma. Vinnutíma leiðbeinenda lýkur kl. 16.00. Í lok hvers dags eiga leiðbeinendur að skrifa vinnuskýrslur fyrir sig og unglingana. Einnig þarf að gefa þeim einkunn fyrir daginn. Þetta á að gera jafnóðum en ekki safna því upp fyrir vikuna því þá lendum við oft í því að skýrslur eru rangar og tíma vantar á unglingana.
Á föstudögum þurfa leiðbeinendur að skila inn tímum vikunnar fyrir sinn hóp til umsjónarmanns eða verkstjóra.
Verkefni
Mörg verkefni þarf að vinna en Vinnuskólinn sér um að raka, hreinsa rusl, halda beðum, stígum og fleiru í bæjarlandinu hreinu og snyrtilegu. Allur sláttur er nú á vegum Akureyrarbæjar og mikilvægt að sinna rakstri vel.
Úthlutun verkefna
Umsjónarmaður Vinnuskóla og/eða verkstjóri útdeila verkefnum fyrir vikuna en þið hafið einnig lista með verkefnum sem hægt er að ganga í ef önnur verkefni klárast. Verkefnum er útdeilt á morgnana eða seinnipartinn. Einnig er hægt að hringja í umsjónamann eða verkstjóra til að fá verkefni eða til að fá nánari útskýringar.