PMTO MEÐFERÐARMENNTUN
Meðferðarmenntun í aðferðum PMTO er veitt fagfólki t.d. sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum, félagsráðgjöfum, læknum, námsráðgjöfum, leik- og grunnskólaráðgjöfum. Marmiðið er að efla færni þessarar fagstétta í PMTO ráðgjöf og meðferð vegna hegðunarerfiðleika. Fræðslu og þjálfun veita starfsmenn sem hlotið hafa sérþekkingu í PMTO meðferð undir handleiðslu og í samstarfi við Dr. Marion Forgatch og samstarfsfólk í Oregon í Bandaríkjunum.
PMTO GRUNNMENNTUN
Grunnfræðsla í aðferðum PMTO er ætluð fagfólki innan skólakerfisins sem kemur að vinnu með börnum sem sýna hegðunarerfiðleika og sinnir ráðgjöf fyrir uppalendur. Um er að ræða fagaðila eins og t.d. námsráðgjafa, sérkennara, teymisstjóra, skólastjórnendur eða annað fagfólk sem hefur ráðgefandi hlutverk innan leik- og grunnskóla.
Markmið fræðslunnar er að efla færni þessara fagstétta í ráðgjöf vegna hegðunar, sérstaklega ef um hegðunarfrávik er að ræða. PMTO meðferðaraðilar sem hlotið hafa þjálfun í kennslu í aðferðum PMTO, annast þjálfunina á vegum þess PMTO svæðis sem um ræðir hverju sinni.
Þátttakendur í grunnmenntun sækja sex námskeiðsdaga í fjórum lotum og vinna verkefni tengd starfi á milli námslota.
Við lok síðasta námskeiðs hefur viðkomandi öðlast gott yfirlit yfir helstu verkfæri og aðferðir PMTO, sem og faglega innsýn í rannsóknar- og kenningarfræðilegan bakgrunn aðferðarinnar. Þekking af þessum toga gefur viðkomandi aukna ráðgjafarfærni.
Til að komast á PMTO grunnmenntunarnámskeið þurfa kennarar að leita til skólastjórnenda eða PMTO verkefnastjóra.
Markmið PMTO grunnmenntunar fyrir fagfólk skólakerfisins
Markmiðið er þríþætt:
- Að efla ákveðinn hóp fagfólks innan skóla í því að takast á við hegðunarfrávik nemenda með markvissum og jákvæðum hætti. Fagfólk með slíka þekkingu getur leiðbeint öðru starfsfólki innan skólans varðandi viðbrögð við hegðunarfrávikum og varðandi hegðun allra nemenda t.d. verið leiðandi í vinnu eins og SMT-skólafærni.
- Að efla ákveðinn hóp fagfólks innan skóla til að takast á við hegðunarfrávik nemenda með markvissum og jákvæðum hætti. Fagfólk með slíka þekkingu getur leiðbeint foreldrum barna með minniháttar hegðunarfrávik og vísað öðrum foreldrum í viðeigandi í úrræði (til dæmis í PMTO einstaklings- eða hópmeðferð eða á PMTO foreldranámskeið).
- Að efla ákveðinn hóp fagfólks innan skóla til að takast á við hegðunarfrávik nemenda með markvissum og jákvæðum hætti. Fagfólk með slíka þekkingu getur sinnt félagsfærniþjálfun og annarri þjálfun fyrir nemendur sem þess þurfa. Mælt er með því að hver SMT-skólafærni skóli (leik- og grunnskóli) hafi aðila með þessa þjálfun á hverju skólastigi (a.m.k. 2-3 aðila) og að einn þeirra sé hluti af stjórnunarteymi skólans