Málsnúmer 2018110163Vakta málsnúmer
Umræða um samkeppnishæfni bæjarins á atvinnumarkaði að beiðni Berglindar Óskar Guðmundsdóttur D-lista.
Berglind Ósk tók til máls og reifaði nauðsyn þess að styrkja stöðu bæjarins á atvinnumarkaði og fjölga íbúum.
Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Rósa Njálsdóttir, Heimir Haraldsson, Þórhallur Jónsson, Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn) og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Heimir Haraldsson S-lista mætti í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur.
Rósa Njálsdóttir M-lista mætti í forföllum Hlyns Jóhannssonar.
Í upphafi fundar bauð forseti þau Berglindi, Heimi og Rósu velkomin á þeirra fyrsta fund í bæjarstjórn.