Málsnúmer 2018110005Vakta málsnúmer
Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. desember 2018:
Erindi dagsett 4. desember 2018 þar sem Anna Bragadóttir hjá Eflu verkfræðistofu fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg frá Hlíðarbraut að stöðvarhúsi Glerárvirkjunar II.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við göngustíg frá Hlíðarbraut að stöðvarhúsi Glerárvirkjunar II, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að gefið verði út framkvæmdaleyfi.
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.
Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista mætti í forföllum Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá tvö mál sem varða breytingar á skipan fulltrúa í nefndum sem verði 1. og 2. liður dagskrár og var það samþykkt.