Þessi þjónusta heyrir undir velferðarsvið Akureyrarbæjar.
Í boði er:
Skógarlundur miðstöð virkni og hæfingar
Skógarlundi 1, 600 Akureyri
Sími: 462-1754
Í Skógarlundi er fólki með langvarandi stuðningsþarfir boðin þjónusta í formi virkni og hæfingar, umönnunar og afþreyingar.
Þroska- og iðjuþjálfar stýra starfinu á ýmsum verkstöðvum Skógarlundar.
Skógarlundur er opinn alla virka daga frá kl. 08.00 – 16.00, en þjónustan er frá kl. 08.00 – 12.00 eða 12.00 – 16.00.
Skógarlundur starfar skv. lögum um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
Upplýsingar um starfsemi Skógarlundar veitir Ragnheiður Júlíusdóttir, forstöðumaður í síma 462-1754 eða á netfanginu raggajul@akureyri.is
Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur (PBI)
Furuvöllum 1, 600 Akureyri.
Sími: 414-3780, netfang: pbi@akureyri.is, opið virka daga til kl: 16:00 nema föstudaga er opið til kl: 12:00.
Vinnustaður fyrir fólk sem vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum er með skerta starfsgetu.
Starfsþjálfun/starfsendurhæfing og mat á vinnugetu. Sjá nánar á heimasíðu PBI.
PBI starfar skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
Upplýsingar veitir Svanborg B. Guðgeirsdóttir, forstöðumaður.