Málsnúmer 2018010214Vakta málsnúmer
Umræða um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli og þýðingu hennar fyrir ferðaþjónustu sem og samfélagið allt.
Halla Björk Reynisdóttir hóf umræðuna og reifaði nokkra þætti varðandi möguleika Akureyrarflugvallar til að sinna millilandaflugi og áhrif þess, bæði fyrir ferðaþjónustu á svæðinu og fyrir samfélagið í heild.
Í umræðum tóku einnig til máls Þórhallur Jónsson, Gunnar Gíslason, Þórhallur Jónsson (í annað sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Halla Björk Reynisdóttir og Gunnar Gíslason (í annað sinn), Andri Teitsson, Hlynur Jóhannsson og Halla Björk Reynisdóttir.
Í upphafi fundar bauð forseti Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra velkomna á fyrsta fund sinn í bæjarstjórn.
Forseti leitaði afbrigða til að breyta röð dagskrárliða þannig að liður 11 í úsendri dagskrá, Íbúalýðræði, verði númer 10 og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.