Lautin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir.
Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, auka lífsgæði þeirra sem glíma við geðræna sjúkdóma og draga úr fordómum í samfélaginu.
Akureyrarbær tók í september 2019 yfir rekstur og þjónustu Lautarinnar sem áður hafði verið samstarfsverkefni sveitarfélagsins, Rauða Krossins og Geðverndarfélags Akureyrar.
Í Lautinni er lögð áhersla á að skapa heimilislegt og afslappað andrúmsloft þar sem gestir koma á eigin forsendum.
Staðsetning: Brekkugötu 34, 600 Akureyri
Sími: 462-6632
Netfang: lautin[hjá]akureyri.is