Bæjarráð

3620. fundur 06. desember 2018 kl. 08:15 - 12:17 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019 - gjaldskrár

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar gjaldskrár 2019 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Álagning gjalda - útsvar 2019

Málsnúmer 2018120002Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2019 í Akureyrarkaupstað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði 14,52%, fyrir árið 2019 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Norðurorka - verðbreytingar 2019

Málsnúmer 2016090189Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 29. nóvember 2018 frá Norðurorku hf. um endurskoðaða verðbreytingu hjá Norðurorku um næstu áramót. Stjórn Norðurorku samþykkti á fundi sínum þann 28. nóvember sl. að draga úr áður boðaðri verðskrárhækkun. Fráveitugjald hækkar um 7% í stað 9% eins og áður hafði verið samþykkt á stjórnarfundi 23. október sl. Áður boðuð verðskrárbreyting vatnsveitu er óbreytt.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir gjaldskrárbreytingar Norðurorku á fráveitu- og vatnsgjaldi.

4.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2019

Málsnúmer 2018120005Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2019 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2019 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2018120005Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019-2022 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að þar með hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

7.Eining-Iðja - ágreiningur um matar- og kaffitíma starfsmanna í tímavinnu

Málsnúmer 2018060414Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 30. október 2018:

Áður á dagskrá bæjarráðs 29. júní 2018 og kjarasamningnefndar 20. ágúst og 24. september 2018. Kynnt tímabundið samkomulag dagsett 30. október 2018 vegna tímavinnumanna sem ganga vaktir á vaktavinnustöðum.

Kjarasamninganefnd samþykkir framlagt samkomulag fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna viðauka og leggja fyrir bæjarráð.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.

8.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 16.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 31.818.000 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

9.Íbúalýðræði

Málsnúmer 2015020002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf fyrir starfshóp um íbúalýðræði. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 29. nóvember sl. og var afgreiðslu þá frestað.
Bæjarráð staðfestir erindisbréfið.

10.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir hverfisráðs Hríseyjar: fundargerð 120. fundar dagsett 13. nóvember 2018 og fundargerð 121. fundar (aðalfundar) dagsett 15. nóvember 2018.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

11.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 314. fundar stjórnar Eyþings dagsett 23. nóvember 2018.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir-1

12.Reglugerð um stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga í samráðsgátt

Málsnúmer 2018110342Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. nóvember 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem birt eru til umsagnar drög að nýrri reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga. Í reglugerðinni er kveðið á um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga fyrir Alþingi, að minnsta kosti á þriggja ára fresti til fimmtán ára í senn. Í stefnumótandi áætlun skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára. Umsagnarfrestur er til 13. desember nk.

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1241

13.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólks) 140. mál

Málsnúmer 2018110284Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. nóvember 2018 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólks), 140. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0140.html
Bæjarráð Akureyrar leggur áherslu á mikilvægi þess að komið verði á sanngjörnum úthlutunarreglum húsaleigubóta til nemenda sem leigja saman rými.

Fundi slitið - kl. 12:17.