Bæjarráð

3561. fundur 13. júlí 2017 kl. 08:15 - 09:35 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Baldvin Valdemarsson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Baldvin Valdemarsson D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

Í upphafi fundar leitaði varaformaður afbrigða til að taka á dagskrá liðina Hafnarstræti 26 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu, Davíðshagi 8 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi og Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Melgerðisás sem verði 1.-3. liður á dagskrá og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

1.Hafnarstræti 26 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060147Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 12. júlí 2017:

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Laxagötu ehf., kt. 481214-0680, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 26 við Hafnarstræti. Tillagan er dagsett 26. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Núverandi hús verður rifið og byggð þrjú fjölbýlishús á lóðinni með 12 íbúðum hvert.

Tillagan var auglýst frá 24. maí með athugasemdarfresti til 5. júlí 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Engar athugasemdir bárust.

Fjórar umsagnir bárust.

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 9. júní 2017.

Minjastofnun gerir ekki athugasemd við þessa breytingu. Æskilegt sé þó að byggingar samræmist götumynd m.t.t. hlutfalla og útlits og beri hana ekki ofurliði. Minnt er á að vinna er hafin við að gera húsin vestan götunnar að hluta að verndarsvæði í byggð sem nær annars yfir innbæinn og hluta Drottningarbrautarreits. Jafnframt er minnt á aðgát ef fornleifa verður vart við framkvæmdina.

2) Hverfisnefnd Brekku og Innbæjar 4. júlí 2017.

a) Tillagan gerir ráð fyrir 26 stæðum utan lóðar fyrir fjölbýlishúsin 3, en bent er á að stór hluti þeirra er núþegar nýttur af húsum í kring.

b) Íbúar í eldri húsum við götuna hafa bent á nauðsyn þess að fá merkt stæði á svæðinu. Aftur er bent á nauðsyn þess að telja stæði á svæðinu sem heild.

c) Gæta þarf þess að húsin verði af sömu hæð, eða lægri, en húsin norðan og sunnan megin við.

d) Vert væri að setja sérstakt ákvæði um útlit klæðninga húsa.

e) Tekið skal fram, þrátt fyrir athugasemdir, að breytt skipulag er vissulega skref í rétta átt. Fjöldi íbúða er bara mögulega helst til of mikill.

3) Norðurorka, dagsett 4. júlí 2017.

Veitur eru taldar fullnægjandi. Innheimt verða full heimtaugagjöld enda þarf að leggja og breyta lögnum sem nýtt væri.

4) Vegagerðin, dagsett 5. júlí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.

Svör við athugasemdum:

1) Gefur ekki tilefni til svars.

2)

a) Skipulagsráð tekur undir ábendinguna og samþykkir að fjölga stæðum á opnu svæði norðan lóðarinnar.

b) Akureyrarbær merkir ekki einstökum aðilum stæði utan lóða.

c) Skipulagsráð telur að hæð húsanna sé í samræmi við nærliggjandi byggð og götumynd Hafnarstrætis.

d) Skipulagsráð telur ekki tilefni til að setja sérstök ákvæði um klæðningu bygginganna en áréttar við umsækjanda að húsin verði hönnuð í samræmi við byggingarlistastefnu Akureyrarbæjar.

e) Gefur ekki tilefni til svars.

3) Gefur ekki tilefni til svars.

4) Gefur ekki tilefni til svars.



Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

2.Davíðshagi 8 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017060142Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 12. júlí 2017:

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um heimild til að gera eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Davíðshaga:

1) Fjöldi íbúða verði 22 íbúðir - samkvæmt skilmálum er leyfilegt að byggja 12 eða fleiri íbúðir og ráðist fjöldi af kröfum um bílastæði. Gagnvart bílastæðafjölda er hægt að byggja 22 íbúðir.

2) Óskað er eftir að byggja alls 1615 m² á lóðinni sem gefur nýtinguna 0,826 - lóðin er 1954,9 m² og nýting 0,72 sem gefur 1407,5 m² byggingarmagn samkvæmt skilmálum.

3) Svalir íbúða gangi 1,9 m út fyrir byggingarreit - samkvæmt skilmálum er leyfilegt að fara 1,6 m út fyrir byggingarreit.

4) Byggingarreitur fyrir stigahús stækki um 0,6 m til norðurs.

5) Mesta vegghæð verði 11,1 m og mesta hæð verði 11,9 m - samkvæmt skilmálum eru þessar hæðir 10,3 m og 11,1 m.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. júní 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 12. júlí 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingu sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Melgerðisás

Málsnúmer 2016060068Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 12. júlí 2017:

Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og deiliskipulagi Melgerðisáss voru kynnnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing var birt í Dagskránni þann 14. júní 2017 og voru skipulagsgögn aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs. Kynningafundur var haldinn í Glerárskóla þann 15. júní 2017.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista lagði fram bókun.

Ekki er ráðlegt að svo stöddu að breyta aðalskipulagi í íbúabyggð á nyrsta hluta Þórssvæðisins (núverandi kastsvæði). Ekki er enn búið að ákveða hver næstu skref verða í þróun íþróttasvæðisins svo sem hvar gervigrasvöllur verður og hvar hugsanlegt frjálsíþróttahús verður staðsett. Á meðan slíkt er óljóst er óskynsamlegt að þrengja að íþróttasvæðinu.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

4.Kjarnagata 51 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017060145Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 5. júlí 2017:

Erindi dagsett 22. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Kjarnagötu 51. Breyting á deiliskipulagi felst í eftirfarandi: 1. Byggingareitir innan lóðahluta breikka um 0,6 m inn á lóð en með því verða inngangssvalir/stigahús innan byggingareita. 2. Svalir íbúða mega ná 2,0 m út fyrir byggingareiti en áður var hámarkið 1,6 m. 3. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Davíðshaga 2 hækki úr 2.202,0 m² í 2.392,0 m². 4. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Davíðshaga 4 hækki úr 2.187,8 m² í 2.392,0 m². 5. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Kristjánshaga 2 lækki úr 2.031,3 m² í 1.830,0 m². 6. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Elísarbetarhaga 1 hækki úr 1.396,7 m² í 2.028,0 m². 7. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Kjarnagötu 51 hækki úr 1.857,7 m² í 1.925,0 m². 8. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Kjarnagötu 53 hækki úr 1.814,6 m² í 1.925,0 ². 9. Byggingarmagn sameiginlegs afnotahluta lækki úr 2.002,0 m² í 1.751,0 m² sem skiptist í bílageymslu: 1.626,0 m² og skýli: 125,0 m². 10. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækki úr 1,17 í 1,46. Megin ástæða þeirrar breytingar er sú að áður var byggingarmagn bílageymslu skráð sér í lóðarlykli og því var byggingarmagn bílageymslu ekki hluti af nýtingarhlutfalli í lóðarlykli. Önnur ástæða fyrir hækkuðu nýtingarhlutfalli er sú að bætt er við kjallara að hluta undir öllum húsunum. 11. Smávægileg breyting verði gerð á uppsetningu lóðarlykils fyrir Kjarnagötu 51. Skilgreiningin "byggingarmagn bílageymslu" breytist í "byggingarmagn bílageymslu/skýlis". Er þar átt við aðstöðuskýli á sameiginlegum afnotahluta. 12. Breyting verði gerð á byggingarreit fyrir tengibyggingu milli Davíðshaga 4 og bílageymslu þannig að tengibyggingin verði innan sérafnotahluta lóðar fyrir Davíðshaga 4. Deiliskipulagstillagan er unnin af Landslagi ehf. dagsett 5. júlí 2017. Meðfylgjandi eru samþykki meðeigenda í lóð.

Einungis er um að ræða minniháttar leiðréttingu og breytingar á deiliskipulaginu og er breyting sem varðar einungis Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - starfsáætlanir

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að starfsáætlunum stjórnar Akureyrarstofu og frístundaráðs.

6.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram 110. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 14. júní 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 2. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 3. lið til bæjarstjóra, 1. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði.

7.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2017

Málsnúmer 2017010137Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 851. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 30. júní 2017. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

Fundi slitið - kl. 09:35.