Matjurtagarðar

Mynd af skilti Matjurtagarða AkureyrarbæjarAkureyrarbær á og rekur matjurtagarða sem íbúar bæjarins geta leigt á sumrin til að rækta eigið grænmeti. Garðarnir eru staðsettir við Ræktunarstöð Akureyrarbæjar við Krókeyri (rétt innan og ofan við Iðnaðarsafnið og Gömlu gróðrarstöðina við Krókeyri).

Hver garður er 15 fermetrar og það kostar 5.300 krónur að leigja garð fyrir sumarið. Innifalið eru leiðbeiningar og ráðgjöf. Forræktað grænmeti og fleira verður til sölu á staðnum.

Opnað er fyrir umsóknir um garðana um miðjan febrúar á hverju ári og þá verða umsóknirnar sýnilegar í þjónustugátt bæjarins.

Opnun umsókna er alltaf auglýst á vef bæjarins, samfélagsmiðlum og staðarmiðlum. Nánari upplýsingar um garða er hægt að nálgast á gardur@akureyri.is eða í síma 460-1108.

Athugið að matjurtagarðar eru eingöngu ætlaðir íbúum sem hafa lögheimili á Akureyri

Síðast uppfært 11. janúar 2024