Bæjarstjórn

3422. fundur 07. nóvember 2017 kl. 16:00 - 19:16 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Baldvin Valdemarsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir
Dagskrá
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í stjórn Akureyrarstofu:

Silja Dögg Baldursdóttir tekur sæti varafulltrúa í stað Indu Bjarkar Gunnarsdóttur.


Lögð fram tillaga V-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í velferðarráði og varafulltrúa í fræðsluráði:

Snæbjörn Ómar Guðjónsson tekur sæti varafulltrúa í velferðarráði í stað Árnýjar Ingveldar Brynjarsdóttur.


Inga Elísabet Vésteinsdóttir, tekur sæti varafulltrúa í fræðsluráði í stað Ingu Sigrúnar Atladóttur.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Síðuskóli - innkeyrsla

Málsnúmer 2015110127Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. október 2017:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla vegna breytinga á innkeyrslu á lóðina var auglýst frá 16. ágúst 2017 með athugasemdafresti til 27. september 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

2 athugasemdir bárust:

1) Guðmundur Karl Atlason, dagsett 26. ágúst 2017.

Guðmundur kemur með aðrar tillögur að gatnamótum við Síðuskóla.

a) Að hringtorg verði sett á gatnamót Bugðusíðu, Arnarsíðu og innkeyrslu að Síðuskóla.

b) Hámarkshraði á skólalóð verði 15 km/klst.

c) Arnarsíða verði opnuð niður að Hlíðarbraut.

2) Dýrleif Skjóldal og Rúnar S. Arason, dagsett 2. október 2017.

Mótmæla harðlega færslu á innkeyrslu til norðurs. Telja að við það verði umferðarteppan enn verri. Þau leggja til að þrengingum við gangbraut sunnan Arnarsíðu verði sleppt vegna hættu á umferðarteppu, vilja láta færa aðkomu að skólanum í Vestursíðu eða að máluð verði hvít lína fyrir framan gangstéttina á lóð Síðuskóla og sett upp skilti sem segir fólki að það sé að koma út af plani og eigi því ekki rétt fyrir umferð sem kemur úr Arnarsíðu.

1 umsögn barst:

1) Norðurorka, dagsett 22. ágúst 2017.

Í Bugðusíðunni liggur 180PEH vatnsveitu-stofnlögn sem ætti þó ekki að vera í hættu þegar hraðahindrunin verður gerð, en svo liggur heimlögn 75PEH að Síðuskóla undir fyrirhugaðri heimkeyrslu að skólanum. Því þarf að passa heimlögnina að Síðuskóla þegar farið verður í færslu á heimkeyrslunni og hvetjum við til þess að haft verði samband við okkur áður en framkvæmdir hefjast varðandi nánari upplýsingar. Í viðhenginu er mynd af vatnslögnum á svæðinu og þar eru þessar tvær lagnir merktar sérstaklega. Lagnir rafveitu og fráveitu má einnig sjá á meðfylgjandi mynd.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 11. október 2017. Umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs fylgir.

Skipulagsráð þakkar fyrir innkomnar athugasemdir.

Skipulagsráð óskaði eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs um umsögnina og athugasemdirnar. Svörin eru í meðfylgjandi skjali: "2017.10.19 Svör við umsögn og athugasemdum v. dsk. Síðuskóla.pdf".

Skipulagsráð tekur undir svör umhverfis- og mannvirkjasviðs og telur því ekki þörf á að breyta kynntri skipulagstillögu og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarstjórnar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021 - fyrri umræða

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 2. nóvember 2017:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið bæjarfulltrúinn Eva Hrund Einarsdóttir D-lista.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

4.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:


Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 19. og 25. október og 2. nóvember 2017
Bæjarráð 19., 24. og 26. október og 2. nóvember 2017
Frístundaráð 12. og 26. október 2017
Fræðsluráð 23. október 2017
Skipulagsráð 25. október 2017
Stjórn Akureyrarstofu 19. október og 2. nóvember 2017
Umhverfis- og mannvirkjaráð 13. og 23. október 2017
Velferðarráð 18. október 2017

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 19:16.