Forvarnastarf

Forvarna- og félagsmálaráðgjafar bera ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd forvarna- og félagsmiðstöðvastarfs fyrir börn og unglinga í samræmi við markaða stefnu í forvarnamálum á hverjum tíma. Ráðgjöfunum er ætlað að sinna almennu og sértæku forvarnastarfi í nánu samstarfi við grunnskólana og aðra sem koma að málum barna og unglinga s.s. félagsþjónustu og barnavernd. Þannig að hver grunnskóli hefur sinn forvarna- og félagsmálaráðgjafa sem tengilið og náinn samstarfsmann. Tilnefndir hafa verið tengiliðir vegna forvarna í leikskólum og framhaldsskólum. Forvarna- og félagsmálaráðgjafar mynda með sér forvarnateymi sem hefur yfirsýn yfir stöðu mála.

Forvarnastefna Akureyrarbæjar miðar að því að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna og tryggja uppeldisskilyrði þeirra.

Leiðarljós forvarnastefnu Akureyrarbæjar:
• Foreldrar gegna lykilhlutverki
• Jákvæð og sterk sjálfsmynd – virðing fyrir sjálfum sér og öðrum
• Heilbrigðir lífshættir – heilsueflandi samfélag
• Greiður aðgangur að íþrótta-, lista- og tómstundastarfi

Aðgerðaáætlun forvarnastefnu er ætlað að styðja við þá aðila sem vinna með börnum og ungmennum. Aðgerðaáætlun felur í sér almennar og sértækar aðgerðir og endurspeglar þær áherslur sem lagaðar eru í forvarnamálum.

Forvarnastefna Akureyrarbæjar

Framkvæmdaáætlun forvarna 2021-2023

Upplýsingabæklingur fyrir foreldra um fræðslu fyrir grunnskólanema

Heildarskýrsla Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir Akureyrarbæ 2023

Samantekt á helstu niðurstöðum ÍÆ 2023

Forvarna- og félagsmálaráðgjafar halda úti hlaðvarpi þar sem fjallað er um ýmis málefni sem tengjast börnum og ungmennum. Sömuleiðis skrifa þau stundum greinar um málefni líðandi stunda sem varðar sama málaflokk.

Síðast uppfært 11. apríl 2024