Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer
Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019-2022 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að þar með hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Forseti tilkynnti að í umræðum um fjárhagsáætlunina yrði vikið frá þeirri reglu að hver bæjarfulltrúi megi að hámarki tala tvisvar við umræðu um hvert mál og engin takmörk yrðu á hversu oft bæjarfulltrúar tækju til máls í umræðunum.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og fór yfir helstu þætti áætlunarinnar.
Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir, Þórhallur Jónsson, Hilda Jana Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Gunnar Gíslason (í þriðja sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í þriðja sinn) og Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn).
Þórhallur Jónsson D-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.