Frístundaráð

8. fundur 19. maí 2017 kl. 08:15 - 10:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Sumarnámskeið 2017

Málsnúmer 2017030250Vakta málsnúmer

Óskað er eftir fjármagni til að koma á fót sumarnámskeiði fyrir fötluð börn í 1.- 4. bekk. Markmið verkefnisins er að veita hópi fatlaðra barna 7-9 ára tómstundaþjónustu sumarið 2017 fyrir utan almenn tómstundatilboð. Leitast verður við að bjóða upp á afþreyingu sem er sniðin að þeirra þörfum. Verkefnið er samstarfsverkefni samfélagssviðs, fjölskyldusviðs og búsetusviðs.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veitt verði viðbótarfjármagn að upphæð kr. 1,9 milljónir í þetta verkefni.

Frístundaráð samþykkir að beina því til bæjarráðs að mótuð verði framtíðarstefna er varðar fyrirkomulag tómstundaframboðs vegna fatlaðra barna og jafnframt verði tryggt fjármagn á þeim stað þar sem ábyrgð á framkvæmdinni liggur.

2.Frístundastyrkur / tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði til að iðkendum á sumarnámskeiðum fyrir börn með skilgreinda fötlun verði heimilt að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar til greiðslu þátttökugjalda sumarnámskeiðanna.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að heimila notkun frístundastyrks til greiðslu þátttökugjalda á sumarnámskeiðum fyrir börn með skilgreinda fötlun.

3.Endurnýjun snjótroðara í Hlíðarfjalli 2017

Málsnúmer 2017010160Vakta málsnúmer

Í fjárhagsáætlun ráðsins 2017 er gert ráð fyrir endurnýjun snjótroðara í Hlíðarfjalli. Deildarstjóri íþróttamála kynnti tillögur að endurnýjun snjótroðara í Hlíðarfjalli árið 2017.

4.Sundlaug Akureyrar - starfsemi og rekstur

Málsnúmer 2015060018Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram tillögu um að gufubaðsaðstöðu á 2. hæð Sundlaugar Akureyrar verði lokað í núverandi mynd og að aðstaðan verði notuð sem búningsaðstaða við sérstakar aðstæður.
Frístundaráð samþykkir að gufubaðsaðstöðu á 2. hæð Sundlaugar Akureyrar verði lokað.

5.Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010269Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 5. apríl 2017 frá Rúnari Þór Björnssyni formanni Nökkva þar sem óskað er eftir að félaginu verði veitt heimild til að kaupa nýjan björgunarbát sem var áætlaður til innkaupa samkvæmt uppbyggingarsamningi árið 2018.

Málið var á áður á dagskrá ráðsins 27. apríl 2017.
Frístundaráð samþykkir að heimila Nökkva félagi siglingamanna að kaupa nýjan björgunarbát. Fjármagn verður tekið af greiðslu samkvæmt uppbyggingarsamningi fyrir árið 2018. Jafnframt felur frístundaráð deildarstjóra íþróttamála að gera viðaukasamning við Nökkva vegna þessarar samþykktar.

6.Skátastarf í 100 ár

Málsnúmer 2017020170Vakta málsnúmer

Boðsbréf á 100 ára afmælisfagnað Skáta á Akureyri
Frístundaráð óskar Skátafélaginu Klakki til hamingju með áfangann.

7.Hverfisnefnd Naustahverfis - fundargerðir 2017

Málsnúmer 2017010128Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísar 3. lið í 76. fundargerð hverfisnefndar Naustahverfis, íþróttahúsið við Naustaskóla, til umfjöllunar í frístundaráði.
Frístundaráð þakkar hverfisnefnd Naustahverfis tillögurnar og samþykkir að taka þær til umræðu í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018.

8.Samfélagssvið - rekstur mannvirkja

Málsnúmer 2017040142Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 3ja mánaða rekstraryfirlit janúar-mars 2017.

9.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tímarammi vegna fjárhagsáætlunargerðar 2018-2021.

Fundi slitið - kl. 10:00.