Húsnæði fyrir fatlað fólk

Fatlað fólk sem fellur undir reglur Akureyrarbæjar um félagslegt húsnæði (eigna- og tekjumörk) getur sótt um félagslega leiguíbúð Akureyrarbæjar á Þjónustugátt Akureyrarbæjar. Þar er einnig hægt að sækja um íbúðir í eigu Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins og Hússjóðs landssamtakanna Þroskahjálpar.

 
Á eyðublaðinu skal merkja við ef þörf er á sérútbúnu eða sérstöku húsnæði vegna fötlunar og skal þá gera mat á þeirri þörf áður en íbúð er úthlutað.
 
Ef umsækjandi er ekki í þörf fyrir sérstakt eða sérútbúið húsnæði en þarf aðstoð við heimilishald getur hann sótt um heimaþjónustu á Þjónustugátt
 

Umsóknir er einnig hægt að senda sem viðhengi í tölvupósti á netfangið husak@akureyri.is. Nálgast má nálgast útprentanlegar umsóknir hér.

- - - - - - - - - - - - -

Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu nr. 1054/2010

Reglur um félagslegt húsnæði Akureyrarbæjar 2020 - uppfærðar 2022

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2020

Umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning fara einnig fram á Þjónustugátt Akureyrarbæjar

Síðast uppfært 11. janúar 2024