Bæjarráð

3592. fundur 22. mars 2018 kl. 08:15 - 11:10 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 2 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

2.10 ára áætlun fyrir Akureyrarbæ

Málsnúmer 2018010218Vakta málsnúmer

Rædd staða 10 ára áætlunar fyrir Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Brothættar byggðir

Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur verkefnastjóra Brothættra byggða vegna Hríseyjar og Grímseyjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram, í samstarfi við bæjarráðsfulltrúa sem sitja í stýrihópi Brothættra byggða, og senda einstök atriði áfram til nefnda og ráða bæjarins til umfjöllunar.

4.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál. Endurnýjun 2018.

Málsnúmer 2017050182Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 15. mars 2018:

Lagður fram til samþykktar samningur ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarráðs. Stjórnin felur deildarstjóra Akureyrarstofu að klára stefnuskjal sem er fylgiskjal samningsins.
Bæjarráð staðfestir samninginn.

5.Hollvinafélag Húna II samningur 2018 - 2020

Málsnúmer 2018030257Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 15. mars 2018:

Lagður fram til samþykktar samningur við Hollvinafélag Húna II.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir samninginn.

6.Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri

Málsnúmer 2012070047Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur um styrk Akureyrarbæjar til Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri dagsettur 16. mars 2018.

7.Flóttamenn - móttaka 2016-2018

Málsnúmer 2015090017Vakta málsnúmer

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fyrrverandi verkefnastjóri móttöku flóttafólks fór yfir stöðu verkefnisins um móttöku flóttamanna.
Bæjarráð lýsir ánægju með framkvæmd á móttöku flóttafólks og þakkar verkefnastjóra, starfsmönnum, sjálfboðaliðum og öðrum bæjarbúum fyrir aðkomu að verkefninu.

8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerð

Málsnúmer 2017100376Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 15. mars 2018.
Bæjarráð vísar 1. og 2. lið til skipulagssviðs, 3. og 4. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 5. lið til samfélagssviðs, 6. lið til velferðarráðs og 7. lið til fræðslusviðs.

9.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram 115. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 15. mars 2018.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1. lið til samfélagssviðs, 2. lið til umhverfis- og mannvirkjaráðs, 3. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði.

10.Hafnasamlag Norðurlands - aðalfundur 2018

Málsnúmer 2018030284Vakta málsnúmer

Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands verður haldinn í hafnarhúsinu við Fiskitanga miðvikudaginn 16. maí nk. kl. 15:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

11.Fóðurverksmiðjan Laxá hf - aðalfundur 2018

Málsnúmer 2018030358Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 21. mars 2018 frá Fóðurverksmiðjunni Laxá hf þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 3. apríl 2018 í Stássinu/Greifanum og hefst hann kl. 14:00.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

12.Frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál

Málsnúmer 2018030240Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 12. mars 2018 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0450.html

Fundi slitið - kl. 11:10.