Skólafæði grunn- og leikskóla

SAMEIGINLEGUR MATSEÐILL LEIK-OG GRUNNSKÓLA AKUREYRARBÆJAR

Frá janúar 2012 hefur verið sameiginlegur matseðill í öllum leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar. Vorið 2021 gerði Sýni ehf. úttekt á matseðlum skólanna og í kjölfarið samþykkti fræðsluráð Akureyrarbæjar samhljóða ákveðnar breytingar á fyrirkomulagi matseðlanna. Helsta breytingin felst í að matseðlarnir eru endurteknir á fjögurra vikna fresti í stað sjö áður, fjölgað er uppskriftum í uppskriftabanka skólanna og matráðar fá meira möguleika á að velja þær uppskriftir sem falla best í kramið hjá hverjum nemendahópi hvers skóla. Þannig er t.d. fiskur á matseðlinum í öllum skólum bæjarins á sama tíma, en matráðurinn velur tegund fisks og matreiðslu hans. Eftir sem áður er farið eftir ráðleggingum frá Landlæknisembættinu. 

 

 

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

Vika 1 Fiskur Grænmetisréttur Kjöt Fiskur Blandaðir réttir
Vika 2 Kjöt Feitur fiskur Blandaðir réttir Kjöt Grænmetisréttur
Vika 3 Fiskur Grænmetisréttur Kjöt Fiskur Blandaðir réttir
Vika 4 Kjöt Feitur fiskur Blandaðir réttir Kjöt Grænmetisréttur

 

Skýring með matseðli:

Fiskur: Gufusoðinn fiskur, steiktur fiskur, fiskiréttir, fiskibollur, plokkfiskur. Hvaða fisktegund sem er.

Feitur fiskur: Lax, bleikja, rauðspretta, steinbítur, karfi, lúða, síld, rauðmagi, makríll, sardínur. Hvaða réttir sem eru úr þessum fiskitegundum (gufusoðið, ofnréttir, bollur, klattar, súpur)

Kjöt: Hvaða réttir sem er úr öllum kjöttegundum (heil stykki, kjötréttir, bollur, kjötmiklar súpur). Undantekning eru unnar kjötvörur. Með unnum kjötvörum er átt við kjöt sem er reykt, saltað eða rotvarið með nítrati eða nítríti, sem dæmi: saltkjöt, spægipylsa, pepperóni, beikon, pylsur, bjúgu, kjötfars og hangikjöt.

Grænmetisréttur: Hvaða grænmetisréttir sem eru þar sem uppistaðan er baunir, linsur, gróft korn og grænmeti. Réttirnir geta verið vegan (án allra dýraafurða t.d. "oumph") með vegan sósum eða vegan með grænmetissósum (oft með mjólkurvörum). Matarmiklar súpur með grænmeti, linsum, baunum og grófu korni (t.d. pasta / byggi / núðlum) teljast einnig grænmetisréttir. 

Blandaðir réttir: Þá er átt við rétti sem innihalda u.þ.b. 1/3 af kjöti/fiski+sósu, 1/3 af grænmeti/salati/ávöxtum og 1/3 af trefjaríkum matvælum eins og gróðfu korni eða baunum / linsum.

Dæmi:

  • Grófar núðlur með grænmeti og kjúklingi / sósu
  • Heilkorna pastasalat með afgangs kjöti / fiski (kjúklingi, skinku, rækjum), grænmeti og sósu
  • Súpur með kjöti og pasta / byggi / kínóa og grænmeti ásamt smá róma / kókosmjólk / hrísrjóma
  • Maukaðar grænmetissúpur (linsur og grænmeti) með rjóma / kókosmjólk / hrísrjóma og grófu brauði
  • Pítur með kjöti / rækjum, grænmeti / salati og sósu
  • Pitsur / Vefjur með kjöti / osti, grænmeti
  • Eggjaréttir og þá tilheyra eggin kjöthlutanum
  • Léttir réttir: þá er átt við t.d. skyr, jógúrt, grjónagraut o.fl.  

Vala skólamatur - Umsóknarvefur

Hér má nálgast uppskriftir af þeim réttum sem eru á matseðlinum.


Næringarútreikningar

Síðast uppfært 18. júlí 2024