Skammtíma- og skólavistun

Skammtímavistun

Fjölskyldur barna með fötlun eiga kost á því að börnin njóti tímabundinnar dvalar í skammtímavistun þegar þörf krefur. Sama gildir um ungmenni og fullorðna með fötlun sem búa í heimahúsum.

Þjónustunni er ætlað að létta álagi af fjölskyldum, veita einstaklingum tilbreytingu og stuðla með þeim hætti að því að þeir geti búið sem lengst í heimahúsum.

Skipulag er með þeim hætti að þrisvar á ári er ákveðið hvernig þjónustu er háttað. Fyrir hvert tímabil er kallað eftir óskum þeirra sem eru að nota þjónustuna áður en hún er endurskipulögð. Þá er einnig hægt að taka inn nýja umsækjendur. Umsóknir eru samt sem áður afgreiddar jafnóðum og þær berast.

Þjónusta skammtímavistunar

Í skammtímavistun leggjum við áherslu á að:

  • - skapa aðstæður sem gefa fötluðum gestum kost á að kynnast og umgangast aðra gesti í gegnum leik og starf.
  • - gestirnir séu þátttakendur í öllum störfum svo sem mögulegt er.
  • - þjálfun fléttist inn í leik og dagleg störf og sé sem ósýnilegust.
  • - hver og einn gestur fái notið sín á eigin forsendum.
  • - upplyfting og skemmtun sé við hæfi hvers og eins.

Tengiliður: Anna Einarsdóttir, forstöðumaður, netfang annaeina@akureyri.is

Aðsetur: Þórunnarstræti 99 s:462-2756 / gsm 860-2756

Sótt er um skammtímavistun í gegnum Þjónustugátt AkureyrarbæjarUmsókn  má einnig senda á netfangið: velferdarsvid@akureyri.is

Reglur um skammtímavistun 

 

Skólavistun fyrir fötluð börn

Fötluð börn á aldrinum 10 – 16 ára eiga rétt á lengdri viðveru eftir skóla til kl. 17:00.

Yfir sumartímann er rekin sumarvistun fyrir fötluð börn á aldrinum 6 – 16 ára.

Tengiliður:  Anna Einarsdóttir, forstöðumaður, annaeina@akureyri.is

Aðsetur: Þórunnarstræti 99, sími 462-2756

Forstöðumaður er með símatíma  frá kl. 10:00-12:00.

Sótt er um skammtímavistun í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar. Umsókn má einnig senda á netfangið: velferdarsvid@akureyri.is

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Gjaldskrá skólavistunar í Þórunnarstræti 99 fylgir gjaldskrá grunn- og leikskóla Akureyrarbæjar.

Síðast uppfært 26. janúar 2024