Félagsleg liðveisla

Félagsleg liðveisla er fyrir þá sem búa við félagslega einangrun og þurfa persónulegan stuðning og aðstoð til að rjúfa hana. Félagsleg liðveisla er veitt bæði fötluðum börnum á aldrinum 6-17 ára og fullorðnum fötluðum á aldrinum 18-66 ára. Börn og fullorðnir sem eiga í félagslegum erfiðleikum og jafna má við fötlun m.a. hafa ADHD- greiningu eða eru langveik geta einnig uppfyllt skilyrði um félagslega einangrun og átt rétt á þjónustu. Að jafnaði er miðað við 10 tíma í liðveislu á mánuði en heimilt er að veita undanþágu frá viðmiðum ef sérstök rök mæla með því. Slíkar undanþágur eru bornar fyrir matsnefnd velferðar- og fræðslu- og lýðheilsusviðs áður en ákvörðun er tekin um afgreiðslu þeirra.

Í sérstökum tilvikum er leyfilegt að veita einstaklingum á heimilum fatlaðs fólks liðveislu og þá að hámarki 8 tíma á mánuði.

Markmið félagslegrar liðveislu:

  • Aðstoða notendur við að öðlast sjálfstæði í félagslegum aðstæðum t.d. með þátttöku í menningarlegum viðburðum.
  • Hjálpa notendum að öðlast þau lífsgæði sem þykja eðlileg í samfélaginu með því að taka þátt í tómstundastarfi sem stuðlar að aukinni félagslegri þátttöku.
  • Stuðla að upplifunum sem styrkja persónulegan þroska.
  • Stuðla að því að notendur stígi út fyrir þægindaramma sinn og uppgötvi nýja styrkleika.
  • Styrkja og efla félagshæfni og sjálfsmynd með fjölbreyttu starfi.
  • Hverjum og einum líði vel, hann taki þátt í athöfnum á sínum forsendum og njóti sín í samfélaginu
  • Fagleg vinnubrögð, virðing fyrir sérstöðu notenda og samstarf við aðstandendur.

Sótt er um félagslega liðveislu í Þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Verkefnastjórar félagslegrar liðveislu eru Emilía Björt Pálmarsdóttir og Salka Sigurðardóttir, Glerárgata 26, 2. hæð.

Viðverutími er breytilegur, nánari upplýsingar í síma 460-1000. Netfang: emiliabp@akureyri.is og salkas@akureyri.is

Bóka tíma

Hér fyrir neðan er hægt að bóka viðtal, símatíma eða Teams fund með verkefnastjóra og verkstjóra félagslegrar liðveislu. Ef enginn af tímunum í boði hentar má senda  tölvupóst á salkas@akureyri.is og spyrjast fyrir um aðra tíma.

Sækja um starf

Hér er hægt að sækja um starf liðveitanda 

Síðast uppfært 05. desember 2024