Málsnúmer 2018110170Vakta málsnúmer
Liður 5 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 21. nóvember 2018:
Erindi dagsett 9. nóvember 2018 frá stjórn Félags eldri borgara á Akureyri sem telur mikilvægt að á árinu 2019 verði gerð vönduð og ýtarleg könnun á líðan, kjörum og viðhorfum eldri borgara á Akureyri, m.a. til þjónustu bæjarins, þjónustu ríkisins og annarra aðila sem fara með málefni þessa aldurshóps. Þá þarf könnunin ekki síst að upplýsa viðhorf eldri borgara til þess félags- og tómstundastarfs sem stendur þeim til boða í bæjarfélaginu í dag.
Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð vísar erindinu til bæjarráðs.