Hús með fleiri en einni íbúð, allt frá tveggja íbúða húsum upp í kubbahús, raðhús og blokkir, þurfa mismunandi margar eða stórar tunnur, ker eða gáma. Mikilvægt er að íbúar og húsfélög skoði vel þá möguleika sem í boði eru. Oft er hægt að sameinast um notkun á ílátum og halda þannig kostnaði í lágmarki og ekki síður sjónrænum áhrifum færri íláta. Í mörgum stökum blokkum samnýta íbúðir undantekningarlaust ílát en í öðrum fjölbýlishúsum getur einnig verið skynsamlegt að samnýta ílát.
Í þeim tilfellum þar sem úrgangi er nú safnað saman í ílát innanhús getur verið nauðsynlegt að finna svæði utanhúss yfir ílátin. Með fjölgun íláta getur þurft að gera ráð fyrir að stærra svæði fyrir þau.
Akureyrarbær leggur til grunnsamsetningu íláta sem dugar flestum fjölbýlishúsum. Húsfélögum og íbúum sem hafa áhuga á öðrum samsetningum er bent á að hafa samband vegna óska og ráðgjafar um samsetningu íláta: flokkumfleira@akureyri.is.
Grunnsamsetningar fyrir mismunandi stærðir fjölbýlishúsa:
Tvær íbúðir
Matarleifar: 140L tunna
Blandaður úrgangur: 240L tunna
Pappír og pappi: 360L tunna
Plastumbúðir: 360L tunna
3-4 íbúðir
Matarleifar: 140L tunna
Blandaður úrgangur: 360L tunna
Pappír og pappi: Tvær 240L tunnur
Plastumbúðir: Tvær 240L tunnur
5-6 íbúðir
Matarleifar: 240L tunna
Blandaður úrgangur: Tvær 240L tunnur
Pappír og pappi: Tvær 360L tunnur
Plastumbúðir: Tvær 360L tunnur
7-10 íbúðir
Matarleifar: Tvær 240L tunnur
Blandaður úrgangur: Tvær 360L tunnur
Pappír og pappi: Þrjár 360L tunnur
Plastumbúðir: Þrjár 360L tunnur
11 íbúðir og fleiri
Fyrir fjölbýlishús með 11 íbúðir eða fleiri þarf sérsniðnar lausnir og því þarf að hafa samband við Akureyrarbæ varðandi samsetningu íláta: flokkumfleira@akureyri.is
Hvernig ílát eru í boði fyrir fjölbýli?
Ílátin sem eru í boði fyrir fjölbýli eru tunnur, ker, yfirborðsgámar eða djúpgámar. Öll fjölbýli þurfa að hafa ílát fyrir flokkana fjóra.
Tunnur og ker
Akureyrarbær mun útvega tunnur og ker fyrir fjölbýlishús. Athugið að matarleifum er aldrei safnað í stærra ílát en 240L tunnu. Ef ílátin eru staðsett í tunnuskýli eða gerði þarf að gera ráð fyrir að minnsta kosti 5 cm rými umframrými á alla kanta við hvert ílát.
Stærðir á tunnum og kerjum:
Tegund |
Hæð |
Breidd |
Dýpt |
140L tunna |
1.065 mm |
490 mm |
560 mm |
240L tunna |
1.061 mm |
580 mm |
730 mm |
360L tunna |
1.105 mm |
601 mm |
877 mm |
660L ker |
1.165 mm |
1.265 mm |
775 mm |
Yfirborðsgámar
Akureyrarbær býður upp á yfirborðsgáma fyrir stærri fjölbýlishús. Þau fjölbýlishús sem velja yfirborðsgáma þurfa að tryggja að nægt pláss sé til staðar fyrir gámana þar sem þeim verður komið fyrir og að aðgengi sé gott til losunar. Stærðir yfirborðsgáma eru á bilinu 2.000-5.000L og verða að lágmarki 4 gámar við hvert hús, einn fyrir hvern úrgangsflokk.
Djúpgámar
Djúpgámar eru snyrtileg lausn fyrir stærri fjölbýlishús. Nú þegar hefur djúpgámum verið komið fyrir við nokkur ný fjölbýlishús á Akureyri. Hús sem koma sér upp djúpgámum eiga sjálf gámana og sjá um viðhald þeirra en Akureyrarbær sér um að losa þá. Því mun hirðugjald vera lægra fyrir djúpgáma en fyrir yfirborðsgáma. Ekki er leyfilegt að blanda saman mismunandi úrgangslausnum innan sömu lóðar, þ.e.a.s. djúpgámum og tunnum/gámum.
Hér má nálgast leiðbeiningar um kröfur Akureyrarbæjar til djúpgáma.
Hvað mun þjónustan kosta?
Hingað til hefur sama sorphirðugjald verið innheimt fyrir hverja íbúð. Um næstu áramót breytist þetta og stærstur hluti gjaldsins miðast þá við stærð íláta og úrgangsflokka.
Einnig verður innheimt fastagjald á hverja íbúð, sem mun standa undir rekstri grenndarstöðva, gámasvæðisins og öðrum rekstri sorphirðukerfisins. Því mun sorphirðugjaldið almennt vera lægra þar sem fleiri íbúðir deila ílátum, s.s. í fjölbýlishúsum, en hærra hjá heimilum í sérbýli með sér ílát.