Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks er samráðsvettvangur um þjónustu við fatlað fólk og þróun mála sem varðar fatlað fólk innan sveitarfélagsins Akureyrarbæjar.
Markmið og tilgangur samráðshópsins er að fylgjast með þróun og þjónustu í málefnum fatlaðs fólks innan sveitarfélagsins Akureyrarbæjar. Fatlað fólk skal eiga kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma og við framkvæmd þjónustunnar skal virðing borin fyrir mannlegri reisn, sjálfræði og sjálfstæði. Á vettvangi samráðshóps um málefni fatlaðs fólks fer fram almenn stefnumótun og áætlanagerð Akureyrarbæjar í málum sem varða fatlaða íbúa bæjarins.
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks er skipaður sex fulltrúum og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og bæjarstjórnar. Bæjarstjórn kýs þrjá fulltrúa í samráðshópinn til fjögurra ára og þrjá til vara. Hagsmunasamtök fatlaðs fólks í Akureyrarbæ skipa þrjá fulltrúa og þrjá til vara. Bæjarstjórn kýs formann samráðshópsins en ráðið kýs varaformann og skiptir að öðru leyti með sér verkum.
Í samráðshópnum eru: Guðrún Karítas Garðarsdóttir, fulltrúi Akureyrarbæjar, formaður Þórhallur Harðarson, fulltrúi Akureyrarbæjar Halla Birgisdóttir Ottesen, fulltrúi Akureyrarbæjar Friðrik S Einarsson, fulltrúi Grófarinnar geðverndarfélags Elmar Logi Heiðarsson, fulltrúi Sjálfsbjargar Sif Sigurðardóttir, fulltrúi Þroskahjálpar NE
Tilgangur ungmennaráðs Akureyrar er annars vegar að veita ungmennum fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og hins vegar að skapa vettvang og leiðir til þess að gera ungmennum kleift að koma hugmyndum og skoðunum sínum á framfæri m.a. við kjörna fulltrúa sveitarfélagsins og hafa þannig áhrif á nærumhverfi sitt. Sem dæmi um starfsemi ungmennaráðs má nefna:
Ungmennaráð skal eins og kostur er hafa frumkvæði að umfjöllun mála.
Ungmennaráð getur komið með ábendingar um öll málefni sveitarfélagsins.
Ungmennaráð beitir sér fyrir bættri þjónustu við börn og ungt fólk.
Undirbúningur fyrir stofnun ungmennaráðs á Akureyri stóð í nokkur ár. Í aprílmánuði 2010 samþykktu samfélags- og mannréttindaráð og bæjarstjórn Akureyrar að stofna til ungmennaráðs enda eru sveitarstjórnir hvattar í æskulýðslögum til að hlutast til um að stofnuð séu sérstök ungmennaráð. Samkvæmt lögunum skal ungmennaráð m.a. vera sveitastjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Þetta ákvæði æskulýðslaga er í anda barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kemur að tryggja skuli rétt barns til að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum sem það varðar og að tekið skuli réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.
Sjá kynningarmyndband Unicef um ungmennaráð Akureyrarbæjar:
Skannaðu QR kóðann hér fyrir neðan til að nálgast Instagram-síðu ungmennaráðs:
Öldungaráð
Öldungaráð er samráðsvettvangur um þjónustu við aldraða og þróun öldrunarmála innan sveitarfélagsins Akureyrarbæjar. Á vettvangi öldungaráðs fer fram samráð um almenna stefnumótun og áætlanagerð Akureyrarbæjar í málum sem varða íbúa sem eru 67 ára og eldri.
Öldungaráð er skipað sjö fulltrúum og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og bæjarstjórnar. Bæjarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum bæjarstjórnarkosningum kjósa þrjá fulltrúa í öldungaráð til fjögurra ára og þrjá til vara. Félag eldri borgara á Akureyri skal skipa þrjá fulltrúa og þrjá til vara. Einn fulltrúi skal skipaður af Heilbrigðisstofnun Norðurlands og einn til vara
Nafnanefnd hefur það meginverkefni að gera tillögur og veita ráðgjöf til bæjarstjórnar, bæjarráðs, skipulagsráðs og annarra ráða um nöfn á byggingum, götum, hverfum og örnefnum sem ætla má að einkenni bæjarmyndina um langan tíma.
Bæjarráð samþykkti 6. október 2022 að skipa eftirtalda fulltrúa í nefndina til ársins 2026:
Brynjar Karl Óttarsson, kennari og formaður Sagnalistar Hanna Rósa Sveinsdóttir, sagnfræðingur Kristín Árnadóttir, fyrrverandi íslenskukennari
Hlutverk nefndarinnar er m.a. að gera árlegar tillögur um nauðsynlegar framkvæmdir, veita leyfi til takmarkaðra skotveiða, fylgjast með að nytjar landsins samræmist friðun og útivist og safna upplýsingum um náttúrufar svæðisins.
Í óshólmanefnd eru 5 nefndarmenn, 2 tilnefndir af Eyjafjarðarsveit, 2 af Akureyrarbæ og 1 af Flugmálastjórn Íslands.