Umhverfis- og mannvirkjaráð - gögn

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar fjallar um umhverfismál í bæjarlandinu og framkvæmdir í umboði bæjarstjórnar Akureyrar. Ráðið gerir tillögur til bæjarstjórnar um stefnumörkun á sviði umhverfismála og um reglur um meðferð mála er varða náttúruvernd, friðlýst svæði og náttúruminjar, og umhirðu lóða í bæjarlandinu. Umhverfis- og mannvirkjaráð gerir jafnframt tillögur til bæjarstjórnar um stefnu í málefnum sem tengjast verklegum framkvæmdum á vegum bæjarins. Ráðið hefur yfirumsjón með umhverfis- og mannvirkjasviði sem sér um undirbúning framkvæmda og framkvæmdir við götur, gangstéttir og stíga, jarðeignir og lönd, garða, gatnahreinsun, leiksvæði og opin svæði, dýraeftirlit, eignaumsýslu ásamt innkaupum og útboðum vegna framangreindra þátta. Ennfremur heyra málefni fasteigna Akureyrarbæjar, brunavarna og slökkviliðs undir umhverfis- og mannvirkjaráð ásamt almenningssamgöngum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð varð til í upphafi árs 2017 við sameiningu framkvæmdaráðs, stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og umhverfisnefndar.

Samþykkt fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð desember 2021.
Fundaáætlun Umhverfis- og mannvirkjaráðs 2022
Fundargerðir

Stefnur:  

Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar

Reglur og samþykktir: 
Reglugerð um skilti í lögsögu Akureyrar  
Samþykkt um bifreiðastæðasjóð Akureyrar   
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarkaupstað   
Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra  - sjá einnig breytingu á þessari samþykkt frá febrúar 2002
Samþykkt um verndun trjáa á Akureyri

Starfsáætlanir: 


Síðast uppfært 08. apríl 2024