Bæjarstjórn

3432. fundur 10. apríl 2018 kl. 16:00 - 19:43 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Baldvin Valdemarsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan aðalmanns í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar:

Þorgeir Rúnar Finnsson tekur sæti aðalmanns í stað Vals Freys Halldórssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Grímsey - deiliskipulag hafnarsvæðis og þéttbýlis

Málsnúmer 2018010355Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 4. apríl:

Skipulagsráð samþykkti á fundi 25. október 2017 að hefja vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðisins í Grímsey.

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir verkefnið sem er dagsett 13. mars 2018 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Elísabetarhagi 2 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018010137Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 4. apríl 2018:

Erindi dagsett 10. janúar 2018 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um heimild til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Elísabetarhaga. Breytingin tekur til nýtingarhlutfalls, bílgeymslu, hliðrun lóðarmarka, fjölgun bílastæða, aðkomu að leiksvæði, stækkun svala og að stigahús og svalagangar fái að ná út fyrir byggingarreit.

Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fundi 14. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 19. mars og lauk með undirskriftum allra sem grenndarkynninguna fengu þann 3. apríl 2018.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Margrétarhagi 8 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018010253Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 4. apríl 2018:

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson hjá Opus ehf. fyrir hönd Karls Hjartarsonar sækir um leyfi til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 8 við Margrétarhaga. Óskað er eftir að auka nýtingarhlutfall úr 0,27 í 0,28 og breikka byggarreit til vesturs úr 4,5 m í 8,7 m.

Sambærileg breyting á byggingarreit er gerð á húsunum við Margrétarhaga 4-12.

Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fundi 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 19. mars og lauk með undirskriftum allra sem grenndarkynninguna fengu þann 28. mars 2018.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. mars 2018:

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 2 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 5. apríl 2018:

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 22. mars 2018:

Mál tekið fyrir að nýju. Var áður á dagskrá fundar þann 15. mars sl.

Samningur við N4 vegna kynningarefnis lagður fram til samþykktar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Jafnframt er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna hans.

Bæjarráð staðfestir samninginn og samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Frístundaráð

Málsnúmer 2017010162Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt frístundaráðs.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt frístundaráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024

Málsnúmer 2018040088Vakta málsnúmer

Rætt um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024. Fram kom tillaga að ályktun bæjarstjórnar sem samþykkt var samhljóða.
Bæjarstjórn Akureyrar fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024. Þar er tekið á helstu verkefnum sem talin eru skipta miklu máli til að viðhalda byggð í landinu og jafna aðstöðu íbúa landsbyggðanna miðað við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Tvö atriði vantar þó tilfinnanlega; annars vegar að ferjuleiðir verði skilgreindar sem hluti þjóðvegakerfisins og hins vegar áætlanir um uppbyggingu iðnnáms. Úr þessu þarf að bæta. Það er hins vegar ljóst að flest þessara verkefna verða ekki að veruleika nema til komi markvissar aðgerðir og nægar fjárveitingar á fjárlögum hvers árs. Bæjarstjórn hvetur Alþingi til að hafa þau verkefni sem eru sett fram í þessari tillögu ofarlega í forgangsröðinni við gerð fjárlaga næstu árin. Þá telur bæjarstjórn mikilvægt að tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði leiðrétt þannig að sveitarfélögin fái hlutdeild í fjármagnstekjuskatti og skatti af arðgreiðslum sem lið í því að efla sérstaklega sveitarfélögin í landsbyggðunum.

9.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2018

Málsnúmer 2018020002Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða stjórnar Akureyrarstofu.

Unnar Jónsson formaður stjórnar Akureyrarstofu gerði grein fyrir starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu.
Almennar umræður.

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 22. mars og 3. apríl 2018
Bæjarráð 22. mars og 5. apríl 2018
Frístundaráð 15. og 22. mars 2018
Fræðsluráð 19. mars 2018
Skipulagsráð 4. apríl 2018
Stjórn Akureyrarstofu 22. og 27. mars og 5. apríl 2018
Velferðarráð 21. mars og 4. apríl 2018

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 19:43.