Gatnagerðargjöld

Gjaldskrá frá 1. - 30. nóvember 2024

Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er heimilað byggingarmagn á lóð skv. skipulagi.

 Verðgrunnur fyrir gatnagerðargjald kr/m2 húss: 301.961,-

 Íbúðarlóðir    Hlutfall  Gatnagerðargjald
1 Einbýlishús 15,0% 45.294 kr/m2 húss
2 Par-, rað-, tvíbýlis og keðjuhús 15,0% 45.294 kr/m2 húss
3 Fjölbýlishús  15,0% 45.294 kr/m2 húss
4 Bílakjallarar fjölbýlishúsa 3,75% 11.324 kr/m2 húss
       
Lóðir til annarra nota   Hlutfall  Gatnagerðargjald 
5 Verslunar-, skrifstofu- og þjónustuhúsnæði 7,5% 22.647 kr/m2 húss
6 Iðnaðar-, geymslu- og annað atvinnuhúsnæði 7,5% 22.647 kr/m2 húss
7 Aðrar byggingar 7,5% 22.647 kr/m2 húss

Gatnagerðargjald hækkar eða lækkar 1. hvers mánaðar samkvæmt verðgrunni fyrir gatnagerðargjald hjá Hagstofu Íslands

Til upplýsingar, má geta þess að breytingar urðu á gjaldskrá gatnagerðargjald í apríl 2010: Vegna stækkunar íbúðarhúss sem er a.m.k. 15 ára skal greiða 40% af venjulegu gatnagerðargjaldi skv. 1.– 5. tl. greinar 4.3 enda nemi stækkunin ekki meira en 30 fermetrum á hverja íbúð á hverju 10 ára tímabili. Tilheyri stækkunin sameign fjöleignarhúss skal meta hana eins og ef um stækkun vegna einnar íbúðar væri að ræða.
Ef stækkunin er meiri en 30 fermetrar skal greiða fullt gatnagerðargjald af því sem umfram er.

Þar sem um blandaða landnotkun er að ræða ákvarðast gatnagerðargjald skv. ofangreindum flokkum af megin notkun húsnæðis skv. gildandi deiliskipulagi.

Sbr. gjaldskrá gatnagerðargjalda á Akureyri samþ. í bæjarstjórn 1. júní 2021.

Síðast uppfært 01. nóvember 2024